Ertu með „verðgildin“ þín á hreinu?

Brynja Bragadóttir vinnusálfræðingur og markþjálfi.
Brynja Bragadóttir vinnusálfræðingur og markþjálfi.

„Hvernig myndir þú skilgreina verðgildin þín (e. values)? Til þess að geta svarað þessari spurningu, þá þarftu sjálfsagt að vita hvað átt er við með orðinu „verðgildi“. Í NLP (Neuro-Linguistic-Programming) eru verðgildi skilgreind sem orð sem lýsa  ástandi sem er okkur mikilvægt. Dæmi um verðgildi eru „frelsi“, „fjölskylda“ og „heiðarleiki“,“ segir Brynja Bragadóttir vinnusálfræðingur og markþjálfi í sínum nýjasta pistli

„Að þekkja verðgildin okkar er eitt af því mikilvægasta í persónulegri þróun. Verðgildin skapa m.a. sjálfsmynd okkar og veita okkur hvatningu, bæði í vinnu og einkalífi. Það að þekkja verðgildi okkar hjálpar okkur að forgangsraða í lífinu og þau segja okkur líka hvort við séum að lifa því lífi sem við viljum lifa. Þegar hegðun okkar og athafnir eru í samræmi við verðgildi okkar, þá erum við ánægð. En þegar athafnir okkar samræmast ekki verðgildum okkar, þá líður okkur eins og eitthvað sé að, eitthvað sé í ólagi. Þetta misræmi getur svo aftur valdið okkur vanlíðan. Það er einmitt af þessari ástæðu sem er svo mikilvægt fyrir okkur að skoða verðgildin okkar,“ segir Brynja. 

Nánar um verðgildi

„Við höfum öll verðgildi, hvort sem við þekkjum þau eða ekki. Lífið getur verið svo miklu auðveldara ef við þekkjum gildin okkar – þau hjálpa okkur t.d. að setja markmið og taka ákvarðanir. Verðgildin hjálpa þér t.d. að svara spurningum eins og þessum:

·         Í hvernig starfi vil ég vera?

·         Hvernig vil ég verja frítíma mínum?

·         Í hvernig sambandi vil ég vera?

Með þessar spurningar í huga (ásamt ýmsum fleirum, t.d. spurningum er varða um heilsu, vináttu og persónulegan þroska) þá er augljóst að verðgildi skipta máli. Svo...ef þú þekkir ekki verðgildin þín í dag, þá er vel þess virði að kanna þau.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda