María Lilja Þrastardóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson opinberuðu ást sína á Facebook í dag, en þau hafa verið að hittast í einhvern tíma.
Maríu Lilju þarf vart að kynna en Veigar Ölni þekkja eflaust einhverjir, en hann var annar þáttastjórnanda í Tveir + Sex, sem voru sýndir á Popptíví á síðasta ári, en í þáttunum kynntu þáttastjórnendur sér kynlíf ungs fólks á Íslandi á skemmtilegan og fræðandi hátt.
Töluverður aldursmunur er á parinu, en María Lilja er fædd í september árið 1986 en Veigar Ölnir er fæddur í janúar 1992, og er þar af leiðandi 6 árum yngri en María Lilja.
Þess má þó geta að aldursmunurinn á Fjölni og kærustu hans Þóru Steinu er þó enn meiri, en það eru 19 ár sem skilja þau að.