María Lilja og Veigar opinbera ástina

María Lilja og Veigar Ölnir.
María Lilja og Veigar Ölnir. mbl.is/ Morgunblaðið/Eggert

María Lilja Þrastardóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson opinberuðu ást sína á Facebook í dag, en þau hafa verið að hittast í einhvern tíma. 

Maríu Lilju þarf vart að kynna en Veigar Ölni þekkja eflaust einhverjir, en hann var annar þáttastjórnanda í Tveir + Sex, sem voru sýndir á Popptíví á síðasta ári, en í þáttunum kynntu þáttastjórnendur sér kynlíf ungs fólks á Íslandi á skemmtilegan og fræðandi hátt. 

Töluverður aldursmunur er á parinu, en María Lilja er fædd í september árið 1986 en Veigar Ölnir er fæddur í janúar 1992, og er þar af leiðandi 6 árum yngri en María Lilja. 

Þess má þó geta að aldursmunurinn á Fjölni og kærustu hans Þóru Steinu er þó enn meiri, en það eru 19 ár sem skilja þau að. 

Sigríður Kjartansdóttir, Veigar Ölnir Gunnarsson og María Lilja Þrastardóttir.
Sigríður Kjartansdóttir, Veigar Ölnir Gunnarsson og María Lilja Þrastardóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda