Stjórnendur aldrei hlutlausir

Brynja Bragadóttir, sál­fræðing­ur og NLP markþjálfi.
Brynja Bragadóttir, sál­fræðing­ur og NLP markþjálfi.

„Á netinu í dag er birt frétt um enn eitt eineltismálið á Íslandi. Eineltið átti sér stað hjá slökkviliði Akureyrar og er Akureyrarbær skaðabótaskyldur vegna uppsagna tveggja slökkviliðismanna. Þessir slökkviliðsmenn voru þolendur í málinu en gerandinn, sem var slökkviliðsstjóri, var ekki látinn víkja,“ segir Brynja Bragadóttir sál­fræðing­ur og NLP markþjálfi í sín­um nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. 

„Í greininni kemur fram að þeir embættismenn hjá bænum sem áttu að taka á málinu – bæjarlögmaður, starfsmannastjóri og bæjartæknifræðingur – brugðust þolendunum, ekki síður en gerandinn.

Héraðsdómur Norðurlands Eystra dæmdi þolendunum bætur upp á fimm milljónir alls. Akureyrarbær þarf að greiða þetta og bætist sá kostnaður við málskostnað og kostnað við úttektir og sálfræðiskýrslur. Kostnaður bæjarins vegna málsins hleypur á sjö milljónum alls.

Þetta er enn eitt dæmi sem sýnir hversu mikilvægt það er að fá utanaðkomandi sérfræðing til  að greina mál og veita ráðgjöf um úrlausnir. Dæmið sýnir líka hversu mikilvægt það er að fyrirbyggja einelti á vinnustað.

Stjórnendur vinnustaða eru sjaldnast í stöðu til að greina mál og taka á þeim. Ástæðan er sú að þeir geta aldrei verið hlutlausir.

Að lokum, þá er ekki nóg að velja hvaða sérfræðing sem er til að greina mál. Sá aðili þarf að vera hlutlaus gagnvart öllum málsaðilum og hafa færni, þekkingu og reynslu af slíkri vinnu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda