Fyrirsætustörf á hvalvertíð

Þeir Gísli Steinn og Ingvar Freyr, stilla sér upp eins …
Þeir Gísli Steinn og Ingvar Freyr, stilla sér upp eins og enginn sé morgundagurinn. Ljósmynd/Júlíus Andri Þórðarson

Þeir Gísli Steinn Arnarson og Ingvar Freyr Ingvarsson, eru á hvalvertíð í Hvalfirði í allt sumar, en í frítíma sínum stilla þeir sér upp fyrir Júlíus Andra, sem einnig er staddur í Hvalfirði. 

„Við erum búnir að vera hérna í tvær til þrjár vikur. Þetta er mikil törn, en við vinnum í átta klukkustundir og svo fáum við átta klukkustunda svefn og svo koll af kolli,“ sagði Ingvar Freyr um vaktirnar í hvalvertíðinni. 

Aðspurður hvort að rútínan tæki ekki á, sagði hann svo vera: „Þetta venst en fyrsta vikan er alltaf erfið.“

Til þess að brjóta upp daginn ákváðu félagarnir Gísli Steinn, Ingvar Freyr og Júlíus Andri að taka nokkrar tískuljósmyndir. „Þetta er bara eitthvað svona sem við vorum að leika okkur að gera. Þetta er meira gert í gríni en alvöru,“ sagði Ingvar Freyr, sem er á lausu. 

Aðspurður hvort að ljósmyndirnar hefðu verið teknar mögulega til að vekja athygli kvenna á honum vildi hann ekki meina að svo væri. „Nei þetta er bara létt grín.“

Strákarnir eru þegar byrjaðir að undirbúa næstu myndatöku. „Við gerum eitthvað óvænt,“ sagði Ingvar Freyr, sem vildi ekki tjá sig meira um fyrirhugaða myndatöku. 

Fyrirsæturnar Gísli Steinn og Ingvar Freyr.
Fyrirsæturnar Gísli Steinn og Ingvar Freyr. Ljósmynd/Júlíus Andri Þórðarson
Þeir Gísli Steinn Arnarson og Ingvar Freyr Ingvarsson, eru á …
Þeir Gísli Steinn Arnarson og Ingvar Freyr Ingvarsson, eru á hvalvertíð í Hvalfirði í sumar. Ljósmynd/Júlíus Andri Þórðarson
Ingvar Freyr er á lausu.
Ingvar Freyr er á lausu. Ljósmynd/Júlíus Andri Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda