Kylfan svarar fullum hálsi og hyggst leita réttar síns

Kolfinna Nikulásdóttir hefur vakið mikla athygli undanfarið. Einhverjir vilja meina …
Kolfinna Nikulásdóttir hefur vakið mikla athygli undanfarið. Einhverjir vilja meina að um "publicity stunt" sé að ræða. Eggert Jóhannesson/facebook

Kolfinna Nikulásdóttir, einnig þekkt sem Kylfan, hefur vakið mikla athygli undanfarið í kjölfar deilna á milli hennar og rapparans Emmsjé Gauta. „Mér finnst þetta svo skítið, þetta fyrirkomulag hjá fjölmiðlum, það er bara hringt í fólk, í einkasíma fólks og skrifað eitthvað á fimm mínútum og svo birt á internetinu,“ sagði Kylfan en var þó til í að veita viðtal um myndband sem hún birti á facebook-síðu Reykjavíkurdætra í gær. Í myndbandinu segir hún frá því að meðlimir hljómsveitarinnar hafa rekið hana.

„Hver sagði þetta? Segðu mér hver sagði þetta, ég þekki alveg fólk,“ segir Kylfan aðspurð hvort að um svokallað „publicity stunt“ sé að ræða. „Ef þú segir mér eitt nafn, bara eitt nafn, þá skal ég svara þessu með fullum hálsi og kjafti.“ Þegar undirrituð vitnar í viðtal við Andrés Jónsson, almannatengil, sem birtist á mbl.is fyrr í dag kveðst Kylfan ekki hafa hugmynd um hver það er. „Hver í fokkanum er Andrés?“

Kylfan segir að á miklu hafi gengið síðan hún birti myndband sitt á facebook-síðu Reykjavíkurdætra. „Veistu hvað kom fyrir mig í dag? Ég var í skólanum og síminn hringir. Ég svara og heyri eitthvað fokking lag, þá er það Emmsjé Gauti á hinni línunni. Þá segi ég: „Gauti, af hverju ertu að fokking hringja í mig?“ Og hann bara: „er þetta Kylfan? Af hverju ert þú að hringja í mig.“ Þá er einhver hjá 365 að gera þetta í beinni,“ útskýrir Kylfan og segir þetta vera óvönduð vinnubrögð. „Kylfan skellti á.“

„Ég er ekki með fokking hár undir höndunum“

Kylfan kveðst hafa fylgst með umræðunni um þau myndbönd sem hún hefur birt í tengslum við deilurnar við Emmsjé Gauta. „Ég er búin að skoða alla sem kommentuðu. Það var einhver sem sagði að Reykjavíkurdætur gætu sett hár undan höndunum sínum á höfuðið á Gauta. Í fyrsta lagi finnst mér þetta persónulega árás á Gauta og í öðru lagi er þetta persónuleg árás á þær, og mig líka því ég var í Reykjavíkurdætrum á þessum tíma. En ég var samt búin að plana að hætta.“ Þá segist Kylfan ekki vera með nein hár undir höndunum og hún segir jafnframt að „vaxari hennar“ geti staðfest það. „Ég er ekki með fokking hár undir höndunum, ég kúgast. Þetta er ógeðslegt komment. Þetta er í rauninni ærumeiðing. Það er örugglega hægt að kæra þetta komment,“ segir Kylfan sem hyggst leita réttar síns í tenglsum við þessa athugasemd. „Ég er búin að tala við Ragnar Aðalsteinsson sem er snillingur í mannréttindum, hann ætlar að borga Kylfunni því hann er filthy rich mannréttinda sérfræðingur.“ 

Myndbandið sem Kylfan birti á facebook-síðu Reykjavíkurdætra er ennþá á síðunni þrátt fyrir að þar sé rappað um ókosti þeirra sem skipa sveitina. Kylfan telur að meðlimir Reykjavíkurdætra hafi ekki enn eytt myndbandinu vegna þess að þær séu að nýta sér þá athygli sem uppátæki hennar hafi veitt þeim. „Þær eru örugglega bara ánægðar með athyglina,“ segir Kylfan og vandar Reykjavíkurdætrum ekki kveðjurnar.

„Ef þær halda þessu þarna inni þá eru þær annaðhvort með kúk í staðinn fyrir heila af því þær eru pottþétt með lykilorðið að síðunni, ég breytti því til baka. Eða þær eru að nýta sér athyglina sem Kylfan er að veita þeim.“

Er ekki hrifin af íslenskum fjölmiðlum

Að lokum vill Kylfan koma skoðun sinni á fjölmiðlum á framfæri. „Mér finnst fjölmiðlar sökka feitan í drasl. Sérstaklega mbl.is, DV, Facebook og Bændablaðið. Veistu það, ég taldi orðin sem Kylfan fékk í fyrsta viðtalinu við Vísi, 35 orð! Veistu hvað Gauti fékk mörg orð? 782 orð.“ Þá vill Kylfan líka taka það fram að pabbi hennar er í rauninni með nokkur hár á höfðinu en hún hefur áður sagt að hann sé alveg sköllóttur. 

Kylfan kveðst þá hafa mörg járn í eldinum um þessar mundir. „Ég sit einmitt núna á fundi með vinkonu minni sem er listakona, við ætlum að gera vídjó og músík. List er list.

Rapp­ara­deil­urn­ar hreinn upp­spuni?

Reykja­vík­ur­dæt­ur eru fokk­ing at­hygli­sjúk­ar

Reykjavíkurdætur. Kolfinna eða Kylfan er þarna fremst í fylkingu.
Reykjavíkurdætur. Kolfinna eða Kylfan er þarna fremst í fylkingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda