Þetta eru fjórar ríkustu konur heims

Fjórar ríkustu konur heims.
Fjórar ríkustu konur heims.

Gefinn hefur verið út listi yfir 50 ríkustu einstaklinga heims. Á listanum sem gefinn er út af Wealth-X eru fjórar konur. Fæstir kannast við þær en vörumerkin sem þær standa fyrir eru þekkt.

Laurene Powell Jobs, ekkja Steve Jobs.
Laurene Powell Jobs, ekkja Steve Jobs. mbl.is/AFP


Laurene Powell Jobs er ekki nafn sem maður kveikir á. Hún er yngsta konan á listanum, 52 ára. Laurene er ekkja Steve Jobs, er með MBA frá Stanford-háskóla og hefur unnið á Wall Street, m.a. fyrir Goldman Sachs. Auðævi Laurene eru metin á 14,4 milljarða dala.

Jacqueline Badger Mars.
Jacqueline Badger Mars.


Jacqueline Badger Mars er nammigrís í keppnisflokki. Hún er dóttir stofnanda sælgætisfyrirtækisins Mars sem m.a. framleiðir Snickers og M&M. Jacqueline er 76 ára og er talin eiga verðmæti að andvirði 28,6 milljarða dala. Ábyrgð þessarar fjölskyldu er mikil þegar kemur að nammiorgíum Íslendinga í nammilöndum stórverslananna.

Liliane Bettencourt.
Liliane Bettencourt.


Liliane Bettencourt er ríkasta kona Evrópu. Stærsti hluti fjármagns hennar er frá snyrtivörufyrirtækinu L'Oreal Group þar sem hún á ásamt fjölskyldu sinni um 33% hlut. Liliane er 93 ára og er verðmetin á 30,7 milljarða dala.

Alice Louise Walton.
Alice Louise Walton.


Alice Louise Walton er enn eitt nafnið sem fáir kannast við en þekkja vörumerki sem hún tengist. Hún er dóttir Sam Walton sem stofnaði Walmart þar sem guggur Bandaríkjanna mæta og kaupa allt á spottprís. Alice er talin eiga 33,2 milljarða dala og er 66 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda