Snjalltæki algert eitur fyrir svefninn

Stofnandi Huffington Post, Arianna Huffington gjörbreytti lífi sínu eftir að …
Stofnandi Huffington Post, Arianna Huffington gjörbreytti lífi sínu eftir að hafa unnið sig í þrot. AFP

Bók fjölmiðlakonunnar Ariönna Huffington, Þriðja miðið, hefur vakið mikla eftirtekt undanfarið en hún byggir á reynslu hennar á því vinna yfir sig.

Árið 2007 rankaði Huffington við sér í blóðpolli, þar sem hún hafði örmagnast eftir þrotlausa vinnu og allt of lítinn svefn. Hún hafði sem sagt unnið yfir sig og hreinlega brunnið út. Í kjölfarið ákvað hún að breyta lífsháttum sínum.

Nú hefur Huffington sent frá sér nýja bók, The Sleep Revolution, en þar fjallar hún um þau áhrif sem of lítill svefn hefur á fólk. En hvað kom til?

„Ég ferðaðist um heiminn að kynna bókina mína Thrive og tók eftir því að spurningar sem brunnu hvað oftast á vörum áhorfenda vörðuðu svefn. Ég áttaði mig því fljótlega á því að svefnvandinn var mun stærri en ég hafði gert mér grein fyrir,“ sagði Huffington í samtali við tímaritið Vogue.

Nokkrum árum áður hafði Huffington þurft að gera breytingar á lífsháttum sínum, en hún hafði gengið hart að sér og jafnvel bara sofið í þrjár klukkustundir á hverri nóttu.

„Það jafnast ekkert á við það að vakna í eigin blóði til að taka sönsum. Sérhver læknir hafði sagt mér það sama, að ég yrði að breyta lífsháttum mínum.“

„Ég byrjaði með því að taka hænuskref. Ég bætti 30 mínútum við svefn minn á hverri nóttu, fjarlægði raftækin út úr svefnherberginu og greip ekki í símann við fyrsta tækifæri. Mjög fljótlega fór hin nýja ég að toga í mig. Gamla ég var úrillari, geðstirðari og fljótari að láta áreiti fara í taugarnar á sér. Ég nýt þess að lifa lífi mínu svona. Það er svo mikið meiri gleði.“

Huffington, sem er ekki par hrifin af snjalltækjum, tók einnig upp á því að tileinka sér hugleiðslu.

„Snjalltæki eru „kryptonite“. Þau verða að geymast fyrir utan svefnherbergisdyrnar,“ segir Huffington, sem segist ennþá vakna upp á nóttinni.

„Ég hugleiði og hlusta á hugleiðsluspólur. Ég ákvað að verða sérfræðingur í sjálfri mér og setti mér það markmið að hlusta á 100 hugleiðsluspólur. Tvær af þeim hef ég aldrei heyrt til enda, því ég sofna alltaf yfir þeim,“ bætir Huffington við að lokum.

Frétt mbl.is: Vann sig í þrot og klessti á vegg

Frétt mbl.is: Peningar og völd eru ekki nóg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál