Það er hefð fyrir því í Bretlandi að konur mæti með hatta í brúðkaup þegar fínt fólk eins og Pippa Middleton og James Matthews giftir sig. Hattarnir í brúðkaupi ársins sem fram fór á laugardaginn voru mismunandi.
Um leið og margar konur fóru hefðbundna leið í hattavali voru sumar sem voru djarfari í vali sínu. Katrín hertogaynja var til að mynda með fallegan ljósbleikan hatt í stíl við kjólinn sinn en sú sem stal senunni er líklega konan sem mætti með hatt sem minnti frekar á einhyrningshorn en hatt.