Fólk sem gengur vel og nær árangri er oft vel skipulagt og er í góðri rútínu. Women's Health talaði við nokkrar farsælar konur og fékk að vita hvað þær gerðu á morgnana.
Að búa til lista
Ein kona lýsir því að hún setji sér markmið á morgnana yfir það hverju hún vilji áorka yfir vikuna. Ef hún nær ekki að klára eitthvert verkefni á réttum degi færir hún það fram á næsta dag. Þetta gerir konan á hverjum degi.
Góð tónlist
Ein kona lýsir því að hún sé hamingjusömust á morgnana þegar hún hlustar á tónlist. Hún sé tilbúin í vinnuna þegar hún er komin í vinnuna eftir að hafa notið þess að hlusta á tónlistina.
Hvatningarorð
Ein kona segist lesa hvatningarorð á morgnana það hjálpar henni að vera jákvæð og finna tilgang með deginum.
Hugleiðsla
Ein kona segist alltaf hugleiða á morgnana í að minnsta kosti nokkrar mínútur. Þetta sé eini tíminn sem hún sé ekki að flýta sér og láti ekki aðra hluti trufla sig.
Vakna án vekjaraklukku
Ein kona segist vinna best á morgnana og því vaknar hún klukkan hálfsjö eða sjö. Hún fer snemma að sofa og vaknar þegar hún er búin að fá nægan svefn, án vekjaraklukku.