Segir fegurðarsamkeppnir vera lífstíl

Elísa Gróa Steinþórsdóttir tekur þátt í Miss Universe í september.
Elísa Gróa Steinþórsdóttir tekur þátt í Miss Universe í september. aðsent

Elísa Gróa Steinþórs­dótt­ir er 23 ára förðun­ar­fræðing­ur og flug­freyja hjá WOW air sem er að fara að taka þátt í þriðja skiptið í feg­urðarsam­keppni í ár.

Elísa tók fyrst þátt í Ung­frú Íslandi árið 2015 og tók síðan þátt í Miss Uni­verse Ice­land ári eft­ir þar sem hún lenti í fjórða sæti. Í ár tek­ur hún aft­ur þátt í Miss Uni­verse Ice­land sem verður hald­in 25. sept­em­ber í Gamla bíói.

Hef­ur alltaf haft áhuga á feg­urðarsam­keppn­um

„Ég per­sónu­lega hef alltaf haft mik­inn áhuga á feg­urðarsam­keppn­um,“ seg­ir Elísa þegar hún var spurð af hverju hún hafi ákveðið að taka þátt í fyrsta skiptið. „Það má segja að það hafi alltaf verið í plön­un­um mín­um að keppa.“  

Elísa ákvað svo að taka aft­ur þátt vegna þess að þátt­tak­an gerði henni svo margt gott. „Fyr­ir mig er þetta ekki áhuga­mál held­ur lífstíll. Ég reyni að gera mikið af því sem ger­ir mig glaða og setja mér stór mark­mið þannig að ég hikaði ekki við að taka þátt aft­ur í ár.“

„Ég geri þetta til að koma orði mínu á fram­færi, þrosk­ast, og læra meira um sjálfa mig og mín mark­mið í líf­inu,“ bætti Elísa við en hún seg­ir að hver kona taki þátt í feg­urðarsam­keppn­um á mis­mun­andi for­send­um.

Keppn­in snýst ekki um feg­urð

„Ég veit að sér­stak­lega á Íslandi eru marg­ir á móti feg­urðarsam­keppn­um,“ seg­ir Elísa um fólk sem gagn­rýn­ir svona keppn­ir. „Þetta er ekki keppni í feg­urð og ég vildi að fólk myndi afla sér meiri upp­lýs­inga og halda opn­um hug,“ seg­ir hún og minn­ir á að Miss Uni­verse Ice­land sé bara að leita að heil­steypt­um ein­stak­lingi til að vera fyr­ir­mynd Íslands út á við.

„Það er ekki nokk­ur maður að segja mér að grenna mig, létta mig, styrkja mig eða breyta mér á nokk­urn hátt. Ég geri mitt besta til að reyna vera góð fyr­ir­mynd,“ bæt­ir hún við.

Elísa seg­ir und­ir­bún­ings­ferlið fyr­ir keppn­ina vera stór­skemmti­legt en það fel­ur í sér æf­ing­ar með dans­höf­undi nokkr­um sinn­um í viku, mynda­tök­ur, viðtalsþjálf­un, hópefli og margt fleira. Hún seg­ir all­an aukaund­ir­bún­ing vera per­sónu­bund­inn en hún byrjaði að und­ir­búa sig rétt eft­ir að hinni keppn­inni lauk, í sept­em­ber.

Lang­ar að vekja at­hygli á geðheilsu ungs fólks

Ef Elísa vinn­ur keppn­ina lang­ar hana að nýta stöðu sína til að auka meðvit­und á sjálfs­morðum, þung­lyndi og kvíða hjá ungu fólki en Elísa seg­ir geðheilsu ungs fólk vera henni mjög kært mál­efni.  

Hún bæt­ir við að hún væri til í að ger­ast talsmaður fyr­ir geðheilsu ungs fólks eins og Ung­frú Banda­rík­in 2016 ger­ir núna.

„Þetta er það sem ég elska við þenn­an heim, fjöl­breyti­leik­ann,“ seg­ir Elísa að lok­um. „Alls kon­ar kon­ur, all­ar þarna á alls kon­ar for­send­um.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda