Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir …
Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir syni sína. ljósmynd/Antonía Lárusdóttir

Olga Helena Ólafsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Ásamt því að vera markaðsstjóri hjá 24Iceland, meistaranemi og hóptímakennari og einkaþjálfari hjá World Class stofnaði hún nýverið netverslunina Von með vinkonu sinni, Eyrúnu Önnu. Fyrsta varan er komin út en það er minningabók fyrir fyrsta ár barnsins. Smartland spurði Olgu Helenu út í bókina og móðurhlutverkið. 

Hvaðan kom hugmyndin að bókinni? 

Hugmyndin kom þegar ég og vinkona mín Eyrún Anna vorum báðar óléttar í verslunarleiðangri í leit af fallegri bók fyrir strákana okkar til að skrá niður ýmsar minningar. Eftir að hafa skoðað úrvalið fannst okkur vanta bók sem uppfyllti okkar væntingar. Því ákváðum við að hanna fallega minningabók sem varðveitir allar yndislegu minningarnar frá fyrsta ári barnsins. Við tók langur en skemmtilegur tími sem fór í hönnun og hugmyndavinnu. Að hanna sína eigin vöru með ungbarn krafðist skipulags og þrautseigju. Við hönnun á bókinni skoðuðum við margar bækur bæði á íslensku og ensku ásamt því að spyrja bæði foreldra og verðandi foreldra hvað þeim þætti mikilvægt að kæmi fram. Fólk sýndi mikinn áhuga á bókinni og gaf það okkur aukið sjálfstraust í að láta hana verða að veruleika.

Af hverju er mikilvægt að varðveita minningar á bók fyrstu árin?

Á fyrsta ári barnsins gerast ótrúlega mörg kraftaverk sem þú vilt varðveita og gaman er að halda utan um. Þú vilt muna eftir fyrsta brosinu, fyrsta skrefinu, fyrsta orðinu og fleiri merkum atburðum. Í bókinni eru kaflar sem hægt er að fylla inn í eins og meðganga, fæðing, fyrsta nóttin heima, nafngift, steypiboð (e. babyshower), ættartré, merkir viðburðir, hver mánuður fyrir sig, eins árs afmæli og nóg pláss fyrir myndir.

Hvernig var tilfinningin að framleiða sína eigin vöru?

Allt ferlið hefur verið lærdómsríkt en mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða á arminum. Þegar við fengum vöruna tilbúna í hendurnar og komið var að því að opna síðuna fundum við stresshnút í maganum en á sama tíma tilhlökkun og spenning fyrir komandi tímum.

Hvernig móðir vilt þú vera?

Ég vil vera móðir sem alltaf er til staðar fyrir börnin mín. Vil hvetja þau til að elta markmið sín og láta drauma sína rætast.

Hvernig breyttist lífið eftir að þú eignaðist barn? 

Lífið breyttist heldur betur. Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því. Ég trúði ekki að hægt væri að elska einhvern svona heitt og skilyrðislaust. Þú horfir á litla manneskju sem þú í alvörunni bjóst til.

Hvernig hafa viðtökurnar við bókinni verið?

Viðtökur við bókinni hafa farið langt fram úr okkar væntingum og erum við ótrúlega þakklátar fyrir öll jákvæðu viðbrögðin sem hún hefur fengið. Fyrsta upplag er langt á veg komið og nú þegar höfum við pantað fleiri eintök.

Eru þið byrjaðar á næsta verkefni?

Já, það eru nokkur verkefni sem við erum nú þegar byrjaðar að vinna að og gerum við ráð fyrir að næsta vara komi á markaðinn á næstu mánuðum.

Hægt er að panta bókina inn á Facebook-síðu Von Verslun.

Olga Helana og Eyrún Anna.
Olga Helana og Eyrún Anna. ljósmynd/Antonía Lárusdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda