Inga Sæland formaður Flokks fólksins er jákvæðnin og bjartsýnin uppmáluð. Inga er mikill unnandi góðrar tónlistar og nýtur hún þess að hlusta á tónlist þegar slakar á.
Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér?
Bjartsýnn og brosandi baráttujaxl.
Hvað gefur vinnan þér ?
Kapp og kæti.
Ef þú mættir taka með þér leynigest í matarboð, hver yrði fyrir valinu?
Hugh Grant.
Ertu dugleg að láta drauma þína rætast?
Já ég myndi segja það.
Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í vinnunni?
Nýt þess að vera með ástvinum mínum.
Hvernig lífi lifir þú?
Ég er hamingjusöm.
Hvað gerir þig hamingjusama?
Fjölskylda og vinir.
Hefur þú átt það til að ofkeyra þig, og ef svo er, hvernig hefur þú brugðist við því?
Ég reyni að hlaða batteríin með slökun og góðri tónlist.
Hvað gerir þú til að vinda ofan af þér?
Tónlistin er mér allt þegar kemur að því slaka á og svífa burt frá öllu amstri og ytra áreiti.
Uppáhaldsmatur?
Kótelettur í raspi hjá henni mömmu.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Vakna alltof snemma meira að segja fyrir minn smekk. Stekk undir sturtuna fer síðan fram í eldhús og fæ mér svart kaffi sem ég sest með fyrir framan tölvuna og tek púlsinn bæði á fréttunum og því sem ég þarf að gera þann daginn.
Hvernig skipuleggur þú daginn?
Ég er nokkuð viss um það þegar ég leggst á koddann á kvöldin hver verkefni morgundagsins verða.
Hvernig leggst veturinn í þig?
Þetta verður algjörlega frábær vetur.