Hvort ætti ég að kaupa íbúð eða spara?

Hvort er sniðugra að kaupa íbúð eða geyma peningana inni …
Hvort er sniðugra að kaupa íbúð eða geyma peningana inni í banka? mbl.is/ThinkstockPhotos

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í ráðstöfun á peningum. 

Sæl,

þannig er að ég á þó nokkurn pening en veit ekki hvort betra sé að fjárfesta í húsnæði til útleigu eða geyma peningana í banka. 

Með fyfirframþökk, MJS

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. mbl.is/Aldís Pálsdóttir

Sæl MJS og þakka þér fyrir fyrirspurnina. 

Þetta er áhugaverð spurning sem margir velta eflaust fyrir sér. Þar sem ég sérhæfi mig fyrst og fremst í að skoða fjármálahegðun og samband fólks við peninga, finnst mér rétt að skoða málið frá þeim sjónarhóli. 

Ég legg til að þú setjist niður með stóra örk fyrir framan þig og teiknir kross á örkina ti að skipta henni í fjóra dálka. Hægra megin geturðu svarað spurningum sem tengjast því að fjárfesta í húsnæði til útleigu og vinstra megin því sem tengist að leggja peningana inn í banka. Í efri dálkana skrifarðu það sem er jákvætt við hvora ákvörðun fyrir sig og í neðri dálkana það sem gæti verið neikvætt eða áskoranir tengt hvorri ákvörðun fyrir sig. Með þessum hætti geturðu skoðað kosti og galla og vegið og metið hvað hentar fyrir þig. 

Þegar fjárfestingar eru annars vegar finnst mér gott að hugsa til Warren Buffet, þekktasta fjárfestis í heimi. Hann fjárfestir aðeins í því sem hann þekkir vel. 

Mér koma til hugar eftirfarandi spurningar sem gott er að svara til að auðvelda þér ákvörðunina: 

Að fjárfesta í húsnæði til útleigu: 

Hefurðu þekkingu á húsnæðismarkaðnum eða þarftu að verja miklum tíma í að kynna þér hvernig landið liggur? 

Hefurðu reynslu af að leigja út húsnæði? Ef ekki, geturðu leitað til einhvers sem hefur af því reynslu? 

Ætlarðu að leigja út í langtímaleigu eða til ferðafólks? 

Á hvaða svæði myndirðu kaupa? 

Hefurðu skoðað borgar-/bæjarskipulag á svæðinu? Er gert ráð fyrir breytingum á byggð á svæðinu? Gætu slíkar breytingar rýrt verðgildi á væntanlegri eign? 

Þekkirðu fasteignasala sem gæti ráðlagt þér? 

Myndirðu skoða að kaupa íbúð sem þarf að gera upp til að fá meira fyrir peningana þína? Ef svo er, ertu handlagin/n eða áttu auðvelt með að útvega fólk þér til aðstoðar? 

Hvaða verð hefurðu í huga? 

Hver er lántökukostnaður fyrir slíka eign? 

Hver er væntanlegur vaxtakostnaður á lánstímabilinu? 

Hvað geturðu búist við að fá greitt í leigu? 

Hversu miklar yrðu renturnar við útleigu ef þú dregur frá þann kostnað sem hlýst af kaupunum? 

Hverjir eru helstu kostirnir við að velja þennan valkost? 

Er eitthvað sem veldur þér kvíða eða hugarangri tengt því að taka ákvörðun um að fjárfesta í húsnæði til útleigu? 

mbl.is/ThinkstockPhotos

Að geyma peningana í banka: 

Hefurðu kynnt þér hvað mismunandi bankar bjóða í innlánsvexti? 

Hefurðu kynnt þér lokaða reikninga? 

Hefurðu kynnt þér mismunandi fjárfestingaleiðir, svo sem verðbréfasjóði, ríkisskuldabréf og þess háttar? 

Hverjir eru helstu kostirnir við að velja þennan valkost? 

Er eitthvað sem veldur þér kvíða eða hugarangri tengt því að taka ákvörðun um að leggja peninana inn á banka (eða fjárfesta þeim með öðrum hætti innan fjármálastofnana)? 

Þú getur fundið svör við mörgum þessarra spurninga með því að heimsækja heimasíður bankanna eða með því að panta þér tíma í fjármálaráðgjöf hjá mismunandi fjármálastofnunum. Ég tek það fram að ég er óháð og geng ekki erinda nokkurra banka eða fjármálastofnana. En ég hvet þig eindregið til að kynna þér þá fjárfestingakosti sem eru í boði. 

Ég vona að þetta hjálpi þér að taka ákvörðun að vel ígrunduðu máli. Ákvörðun sem byggir á þínum gildum og er í samræmi við þá peningahegðun sem þú vilt halda í heiðri. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eddu spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda