Halla Tómasdóttir fékk draumastarfið

Halla Tómasdóttir flytur til New York í sumar að sinna …
Halla Tómasdóttir flytur til New York í sumar að sinna draumastarfinu að eigin sögn. Hún hefur verið ráðin forstjóri B Team. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur, kennari og fyrirlesari á alþjóðavettvangi tilkynnti í dag á Facebook að hún tæki við draumastarfinu þann 1. ágúst næstkomandi, sem forstjóri B Team (www.bteam.org).

„The B Team var stofnað fyrir fimm árum af þeim Richard Branson (stofnanda Virgin Group) og Jochen Zeitz (fv. forstjóra Puma).

Þeir, ásamt öðrum hugrökkum leiðtogum sem ég ber mikla virðingu fyrir, hafa einsett sér að leiða þá umbreytingu sem þarf að verða á viðskipta- og stjórnarháttum á heimsvísu. Þeir eru að endurskilgreina hlutverk fyrirtækja, sem vissulega þurfa að skila hagnaði til að vera sjálfbær, en verða einnig að beita afli sínu í þágu umhverfis og samfélags. Efst á dagskrá eru loftslagsmálin, en B Team leggur líka áherslu á að auka fjölbreytni í forystu, á gagnsæi og uppbyggingu trausts og á sköpun manneskjulegra vinnustaða og samfélags.

Aðrir stjórnarmenn eru m.a. Arianna Huffington (stofnandi Huffington Post), Mary Robinson (fv. forseti Írlands), Professor Muhammad Yunus (Nóbelsverðlaunahafi og stofnandi Grameen Bank), Christiana Figueres (fv. Loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna), Marc Benioff (stofnandi og forstjóri Salesforce), Dr. Gro Harlem Brundtland (fyrsti kvenforsætisráðherra Noregs), Sharan Burrow (aðalritari alþjóðlega stéttafélagasambandsins) og Paul Polman (forstjóri Unilever) sem er að taka við sem stjórnarformaður B Team á sama tíma og ég hef störf.“

Halla Tómasdóttir tekur forystuhlutverk í þessu mikilvæga verkefni sem hún hefur brunnið fyrir lengi. 

„Í hnotskurn snýst þetta allt saman um þá tegund forystu sem við verðum að sjá, jafnt í einkageiranum sem og annarsstaðar. Ég hlakka virkilega til að ljá hug minn, hjarta og hendur í þágu slíkrar forystu og trúi því að þarna geti ég gert gagn og látið gott af mér leiða.“

Halla mun flytja til Bandaríkjanna í sumar, nánar tiltekið til New York. B Team er einnig með skrifstofur í London og leiðtoga, starfsmenn og samstarfsaðila er að finna um allan heim.

Í lokin nefnir Halla að hana dreymir um að gera Ísland að fyrstu B þjóðinni, leiðtoga á sviði sjálfbærni og umhverfisverndar, með manneskjulegt samfélag sem er eftirsótt víða. 

„Það gerist ekki að sjálfu sér og krefst hugrakkrar forystu á öllum sviðum okkar samfélags sem og víðtæks samtals og samstarfs. Ég hvet ykkur, hvar sem þið starfið, til að velta því fyrir ykkur hvernig þið getið lagst á árar um að svo verði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda