Flugfreyjustarfið hryllingur á köflum

Farþegar eru misprúðir.
Farþegar eru misprúðir. mbl.is/Thinkstockphotos

Flugfreyjustarfið lítur stundum út eins og draumur á samfélagsmiðlum en auðvitað sýna flugliðar ekki skuggahliðar starfsins sem oft getur verið erfitt. Daily Mail greinir frá því að þjónar háloftanna og aðrir farþegar hafi greint frá ótrúlegum atvikum sem það lenti í á samskiptavefnum Quara.com

Einn fyrrverandi flugliði kom að konu leika við lim eiginmanns síns í sætinu í kvöldflugi. Segir hann ljósin hafa verið slökkt en þau hafi þó verið með kveikt á lesljósum við sæti sín. 

Aðrir sögðust hafa séð fólk fróa sér, bæði á bak við tímarit eða hreinlega þannig að allir sáu. 

Einn flugliði sagðist hafa sett morgunmat á borð fyrir sofandi farþega. Seinna þegar hann vaknaði bað hann um mat en þá kom í ljós að farþeginn við hlið hans hafði borðað matinn. 

Það undarlegasta sem flugfreyja sem starfaði í háloftunum í 25 ár lenti í var að komast að því við lendingu í New York á áttunda áratugnum að þau hefðu flogið með lík. Vildu ættingjarnir jarða gamla konu í New York og skelltu henni því í stóra flauelstösku. 

Sofandi farþegi lenti í því að matnum hans var stolið.
Sofandi farþegi lenti í því að matnum hans var stolið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál