Kyssirðu peningana þína?

Alda Karen ráðleggur fólki að kyssa seðlana sína til að …
Alda Karen ráðleggur fólki að kyssa seðlana sína til að fá meiri pening í budduna. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Athafnakonan Alda Kar­en Hjaltalín held­ur áfram að vinna hug og hjarta lands­manna. Þessi 24 ára kona sem troðfyllti Eld­borg­ar­sal Hörpu í upp­hafi síðasta árs með fyr­ir­lestri sín­um um mark­miðasetn­ingu og sjálfstyrk­ingu heldur áfram að gefa góð ráð.

Ráðin hennar Öldu Karenar eru lyklar að betra lífi. 

„Yfir 80% af fólki eru með sama sjónarhorn á peninga og foreldrar þeirra. Hinn fullkomni lífslykill til að laða til sín peninga er að vera þakklátur fyrir þá. Ég sagði frá þessum lífslykli í Hörpu í fyrra og hef fengið ein til tvenn skilaboð á mánuði frá fólki sem hefur prófað aðferðina og segir hana virka.

 Ef mig vantar pening finn ég seðil einhvers staðar og kyssi hann. Ég get ekki sagt af hverju, en peningarnir bara koma. Kjarninn í öllu að mínu mati er þakklæti. Við löðum til okkur það sem við viljum með því að sýna þakklæti.“

Mbl.is hefur áður fjallað um lífsviðhorf Öldu Karenar, m.a. varðandi þunglyndi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda