Við erum öll að gera okkar besta til að hugsa vel um jörðina okkar, en oft á tíðum getur það verið erfitt og kvíðavaldandi. Tíska og snyrtivörur eru ekki barnanna best þegar kemur að mengun.
Það getur þó verið erfitt að kynna sér málin um hvað er umhverfisvænsti farðinn eða fatamerkið. Þess vegna er mikilvægt að velja sér fólk á samfélagsmiðlum sem kemur með góðar hugmyndir að umhverfisvænum snyrtivörum og fötum. Nokkrir af þessum áhrifavöldum koma einnig með góðar hugmyndir fyrir heimilið.
Lauren Singer - Trash is for Tossers
Singer er dugleg að gefa ýmis ráð um föt, uppskriftir og ýmislegt sem tengist daglegu lífi. Hún hefur lifað svokölluðum „zerowaste“ lífstíl frá árinu 2012.
Rob Greenfield
Rob Greenfield er áhugaverður maður sem býr í Flórída í Bandaríkjunum. Í upphafi árs hóf hann einskonar tilraun sem gengur út á að hann ræktar sjálfur allt sem hann borðar. Greenfield borðar í alvöru bara það sem hann ræktar sjálfur, og hefur aðeins létts um 1 kg síðan. Þeir sem hafa áhuga á að rækta sinn eigin mat ættu að fylgja honum.
Kathryn Kellogg
Kellogg er ung kona í Bandaríkjunum sem er að færa sig yfir í umræddan „zerowaste“ lífstíl. Hún sýnir frá ferlinu og ræðir um erfiðleika og annað slíkt. Hún er einnig dugleg að koma með fróðleik um fyrirtæki og annað sem tengist lífstílnum.