„Kvöl og pína að sjá fólk synda illa“

Stefán Máni.
Stefán Máni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Rithöfundurinn Stefán Máni segir að fyrir nokkrum árum hafi hann farið á námskeið sem hafði töluverð áhrif á líf hans og hefur enn í dag.

„Fyrir fjórum eða fimm árum fór ég á skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna sem breytti lífi mínu til batnaðar. Námskeiðið var á vegum KR og haldið í Vesturbæjarlaug. Kennarinn hét og heitir Halldór og er mikill meistari. Ég kunni svo sem skriðsund en undir handleiðslu Halldórs náði ég góðum tökum á því og hef synt það með stæl allar götur síðan. Bringusund er auðvitað bæði asnalegt og leiðinlegt og baksund ætti að vera ólöglegt, í það minnsta í almenningslaugum. Skriðsund er bæði list og íþrótt. Mér finnst gaman og krefjandi að synda það og ég get endalaust pælt í því, lært af öðrum og bætt mig. Það er hrein unun að horfa á fólk synda fallegt skriðsund – og kvöl og pína að sjá það synt illa,“ segir Stefán Máni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda