„Ekki halda að þú vitir allt“

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur víðtæka reynslu af því að stýra …
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur víðtæka reynslu af því að stýra vöruþróun. mbl.is/Baldur Kristjánsson

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel hefur mikla reynslu sem stjórnandi yfir deildum er sérhæfa sig í rannsókn og þróun. Spurð um hvaða ráð hún gefi ungum frumkvöðlum sem eru að þreifa fyrir sér í nýsköpunargeiranum segir hún mikilvægt að gefast aldrei upp. Þetta kem­ur fram í Ný­sköp­un, tíma­riti Sam­taka iðnaðar­ins sem kom út á dög­un­um.

„Ekki halda heldur að þú vitir allt. Frumkvöðlar eru oft svo mikið framkvæmdafólk, en oft hafa margir sem á undan hafa komið hugsað það sama og geta miðlað einhverju til þín. Ekki gera allt sjálfur. Það skiptir engu máli hvaðan gott kemur. Stundum snýst þetta um ósigra, því hver ósigur færir þig einu skrefi nær sigri. Þrautseigja er algjörlega málið.“

Í viðtalinu kemur einnig fram að við þurfum að ná tökum á því að framleiða á snjallari, hagkvæmari og sjálfbærari hátt en áður. Hún segir vöruþróun skemmtilega og gaman að leiða fyrirtæki sem er eins öflugt og raun ber vitni á heims mælikvarða.

Hún er jákvæð þegar kemur að tækifærum í landinu.

„Við vorum ein fátækasta þjóð á jörðinni fyrir rúmri öld, en skipum nú efstu sætin yfir mestu velmegunina. Við erum fallegt samfélag og hér er mikill jöfnuður og fjölbreytileiki. Við eigum að búa til góðan farveg fyrir alla sköpun því það borgar sig og því það hefur sýnt sig að okkur er treystandi til þess.“

Guðbjörg Heiða segir mikilvægt fyrir frumkvöðla að óttast ekki ósigrana, …
Guðbjörg Heiða segir mikilvægt fyrir frumkvöðla að óttast ekki ósigrana, því stundum færa þeir okkur einu skrefi nær sigrunum. mbl.si/Baldur Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda