„Hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér“

Guðrún Hafsteinsdóttir segir engin hugmynd hugmynd of vitlaus til að …
Guðrún Hafsteinsdóttir segir engin hugmynd hugmynd of vitlaus til að fá ekki einhverja rýni. Þegar kemur að því að þróa nýjar vörur í Kjörís. mbl.isL/Baldur Kristjánsson

Guðrún Hafsteinsdóttir er einn af eigendum Kjöríss og var formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins í sex ár. Segir í tímaritinu Nýsköpun að hún hafi verið aðeins 23 ára að aldri þegar hún tók við sem forstjóri Kjöríss.

Í viðtalinu lýsir hún því á skemmtilegan hátt að einn starfsmaður fyrirtækisins sé í fullu starfi við vöruþróun. 

„Við höfum haft þann háttinn á að hafa alltaf opinn hugmyndabanka þar sem allir starfsmenn og raunar gestir hússins geta stungið miða í kassann með sínum hugmyndum að nýjum vörum. Allar hugmyndir sem okkur berast, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í gegnum tölvupóst, hugmyndabankann eða hvernig sem er, tökum við fyrir. Engin hugmynd er of vitlaus til að fá ekki einhverja rýni. Þetta vil ég meina að sé lykillinn að því að við erum enn á lífi eftir 51 ár í rekstri.“

Hún segir gamla góða íslenska hugarfarið, sem oft hafi fleytt okkur langt, ekki alltaf viðeigandi. 

„Þetta er svo ríkt í okkur, að hlutirnir muni bara reddast. En hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Það sá það til dæmis enginn fyrir árið 2008 að Eyjafjallajökull myndi gjósa og við springa út sem einn vinsælasti ferðamannastaður heims í kjölfarið – sem svo kom okkur í gegnum efnahagshrunið. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að vera með öll eggin í sömu körfunni og því sjáum við svo vel núna nauðsyn þess að byggja fleiri stoðir undir íslenskt atvinnulíf. Nú erum við líklega að sjá fram á einn mesta samdrátt síðustu hundrað ára.“

Guðrún gagnrýnir þó stjórnvöld fyrir að vera svifasein.

„Við hefðum átt að vera löngu búin að ráðast í fjárfestingar og innviðauppbyggingu sem eru ekkert nema fjárfesting í hagvexti framtíðarinnar. Við hefðum átt að nýta undanfarin ár í að byggja undir innviði ferðaþjónustunnar, innviði iðnaðarins, eins og flutningskerfi raforku sem við sáum í lok síðasta árs hrynja eins og spilaborg vegna óveðurs. Við viljum öll að blómlegt atvinnulíf þrífist um allt land, en mörg svæði eiga ekki möguleika – hvorki á að stækka kökuna né á því að skapa ný tækifæri því innviðir eru ekki fyrir hendi.“

Hún segir dapurt að fámenn þjóð eins og sú íslenska skuli geta eytt ómældum tíma í að rífast um útfærslu þegar langflestir eru sammála um framkvæmdina.

„Við getum rifist endalaust um staðsetningar, hvort eigi að leggja línur í jörð eða loft, hvort eigi að leggja veg í gegnum þennan skóg eða hinn, hvort spítali eigi að rísa á þessari þúfu eða hinni – á meðan gerist ekkert. Nema það jú, að innviðirnir verða eldri, gamaldags og þjóna svo ekki nútímaatvinnulífi eða lífi þegna þessa lands þegar á það er kallað.“

Guðrún Hafsteinsdóttir var 23 ára að aldri þegar hún tók …
Guðrún Hafsteinsdóttir var 23 ára að aldri þegar hún tók við sem forstjóri Kjörís. mbl.is/Baldur Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda