Skortir aga í heimavinnunni

Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Marta Nor­dal leik­hús­stjóri Leik­fé­lags Ak­ur­eyr­ar seg­ir að hún borði meira og sé lat­ari þegar hún er heima að vinna. Hún seg­ir að það skipti mestu máli að halda í húm­or­inn og reyna að hafa gam­an þótt kór­ónu­veir­an sé að gera okk­ur lífið leitt. 

Hvernig ertu að bregðast við vegna sam­komu­banns­ins?

„Leik­húsið hef­ur nátt­úr­lega þurft að laga sig að breytt­um aðstæðum í haust og við höf­um frestað og fært til sýn­ing­ar. Við erum þó svo hepp­in að vera lít­il og sveigj­an­leg og höf­um t.d. getað sýnt eina sýn­ingu, Tær­ingu, í sam­starfi við Hælið á Krist­nesi, al­veg frá því hún var frum­sýnd í sept­em­ber. Tær­ing er inn­blás­in af sögu berkla­sjúk­linga og því byggt á raun­veru­leg­um heim­ild­um. Aðeins 10 áhorf­end­ur kom­ast inn á hverja sýn­ingu og all­ir eru með grímu þannig að þetta gæti ekki átt bet­ur við en á þess­um tím­um, fyr­ir nú utan hversu beint þetta verk tal­ar inn í sam­tíma okk­ar. Við erum síðan að æfa þriggja manna gam­an­sýn­ingu sem heit­ir Full­orðin og frum­sýnd verður í lok mánaðar. Veit­ir víst ekki af að létta fólki lund­ina. Ég get því ekki kvartað. Við höf­um náð að halda sjó og laga okk­ur að þessu eins vel og hægt er,“ seg­ir Marta. 

Ertu í fjar­vinnu heima eða mæt­ir þú í vinn­una?

„Ég hef nú verið að mæta í vinnu lang­flesta daga en held mér þó í hæfi­legri fjar­lægð frá öðru starfs­fólki. Ég vinn með svo skemmti­legu fólki að ég verð að kom­ast í vinnu af og til svo ég geti hitt þau og hlegið með þeim. Þannig að það er fyrst og fremst fé­lagsþörf­in sem knýr mig í vinn­una þess­ar vik­urn­ar sem og viss­an um að ég geti orðið að meira gagni þar en heima hjá mér. Þó koma ein­staka dag­ar þar sem ég er heima og vinn þaðan og þá unir maður bara við það. Það er auðvitað verið að hvetja mann til þess.“

Hvernig virk­ar það?

„Svona og svona, ég er mik­ill sveim­hugi og finnst al­veg næs að vera heima all­an dag­inn af og til. Vanda­málið er bara það að mig skort­ir aga og er að auki með létt­an at­hygl­is­brest; er allt í einu far­in að þvo þvott af mik­illi áfergju eða hanga á ein­hverj­um heimasíðum að skoða föt og annað drasl sem mig vant­ar auðvitað ekki neitt eða ég dregst að ís­skápn­um í tíma og ótíma. Þetta virk­ar semsagt ekk­ert sér­stak­lega vel hjá mér þótt mér finn­ist ég auðvitað sístarf­andi.“ 

Hvað ger­irðu til að brjóta upp dag­inn?

„Ef ég nenni þá labba ég kannski á kaffi­hús að skoða blöð eða, sem er mun ólík­legra, fer út að hlaupa en finn mér nú yf­ir­leitt af­sak­an­ir til að sleppa slíku erfiði.“

Hvað borðarðu til dæm­is í há­deg­is­mat?

„Ég borða bara eitt­hvað sem ég tíni úr ís­skápn­um, get verið sín­art­andi all­an dag­inn, al­ger­lega aga­laus eins og smá­barn. Verst er auðvitað þegar ég dett í nammið og óholl­ust­una en þá halda mér eng­in bönd og ég ligg bara á beit. Er núna í syk­ur­bind­indi í nokkr­ar vik­ur en ég get verið al­veg svaka­leg ef súkkulaði og lakk­rís er ann­ars veg­ar, hvað þá ís­inn. Gerði heiðarlega til­raun til að sleppa kaffi í nokkra daga en eft­ir veru­leg frá­hvörf í heil­an dag snar­hætti ég við það.

Ef ég er í vinn­unni þá haga ég mér auðvitað ekki svona og held mér á mott­unni þar til ég fæ mér há­deg­is­mat á ein­hverju virðulegu veit­inga­húsi hér í bæ.“

Hvað ger­ir þú til að halda geðheils­unni í lagi?

„Geðheils­an er yf­ir­leitt í ágæt­is formi sem bet­ur fer. Er frek­ar létt í lundu þrátt fyr­ir ástandið og sæki mark­visst í húm­or­inn. Það koma auðvitað tím­ar sem ein­hverj­ar leiðinda­hugs­an­ir sækja á mann en ég díla bara við það. Viðfangs­efni mín í leik­hús­inu bjarga geðheils­unni. Mér finnst allt skemmti­legt í vinn­unni enda er leik­húsið mitt helsta áhuga­mál. Og jú, ég hef alltaf frá því ég man eft­ir mér hreyft mig reglu­lega og það hef­ur auðvitað bein áhrif á geðheils­una.“

Ertu að hreyfa þig eitt­hvað?

„Ég tók í haust eina af mín­um bestu ákvörðunum í lang­an tíma og skráði mig í göngu­hóp sem labb­ar fjór­um sinn­um í mánuði upp um öll fjöll hér í ná­grenn­inu. Þetta held­ur mér í formi og efl­ir sjálfs­traustið. Mér finnst alltaf eins og ég hafi gengið á Ev­erest þegar ég er búin í þess­um göng­um, slík er sjálfs­ánægj­an. Þetta er þó sann­ar­lega ekki tóm sæla meðan á því stend­ur því mér finnst ennþá mjög erfitt að ganga upp í móti og þarf að taka á öllu mínu að leggj­ast ekki í helg­an stein á leiðinni en þegar upp er komið er þetta allt þess virði og við tek­ur mikið mont. Þegar lík­ams­rækt­in er opin þá fer ég líka þangað og lyfti lóðum og ham­ast á dýn­unni. Tek síðan hlaupa­tíma­bil af og til og þótt mér finn­ist það ekk­ert það skemmti­leg­asta í heimi þá læt mig hafa það. Ég semsagt hreyfi mig tals­vert og ekki síst til þess að ég tútni ekki meira út en ástæða er til af öllu þessu áti.“

Hver er gald­ur­inn við að missa ekki vitið á veiru­tím­um?

„Ég veit það ekki, ég er nú svo mikið leti­dýr að þetta hent­ar mér að ein­hverju leyti ágæt­lega, hægt tempó, ein­fald­leiki og eng­in læti. Ég hef líka fá­gæta aðlög­un­ar­hæfni. Ann­ars held ég að það sé mjög mik­il­vægt bara al­mennt í líf­inu að halda sér á hreyf­ingu and­lega. Vera að fást við eitt­hvað sem örv­ar og gleður hug­ann hvort sem það er lest­ur, handa­vinna, úti­vist, vinna eða bara hvað annað. Rækta áhuga­mál­in sín og það sem er and­lega nær­andi. Þó held ég að drykkja og dóp sé alls ekki málið á svona tím­um og ör­ugg­lega al­versta hug­mynd­in að snúa sér að því. Ég er hepp­in að elska vinn­una mína þannig að hún held­ur minni geðheilsu í blúss­andi gír. Svo er það nátt­úr­lega úti­vist­in. Hún er núna að koma sterk inn. Og húm­or­inn. Hann er besti vin­ur­inn.“

Hvernig hef­ur veir­an haft áhrif á þig og fjöl­skyldu þína?

„Ég hef fitnað tals­vert eft­ir að hún kom til skjal­anna og hef því ákveðið að kenna henni al­farið um það. Að öðru leyti hef­ur hún ekki haft vond áhrif á mig per­sónu­lega. Við höf­um ekki smit­ast og við þökk­um fyr­ir það.

Ég held að hún hafi að mörgu leyti róað okk­ur fjöl­skyld­una niður og gefið okk­ur meiri tíma til sam­vista. Við vor­um í tveggja vikna sótt­kví fyrr á ár­inu og það var bara mjög nota­legt. Við vor­um eins og birn­ir í híði, tím­inn varð af­stæður, við hreyfðum okk­ur hægt og það var eng­in ut­anaðkom­andi pressa eða álag. Okk­ar eig­in litla ver­öld í ver­öld­inni.“

Á hvern skor­ar þú til að svara þess­um spurn­ing­um?

„Evu Maríu Jóns­dótt­ur æsku­vin­konu mína.“

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda