Erna vinnur að því að fyrirgefa nauðgara sínum

Erna Kristín var gestur Öldu Karenar.
Erna Kristín var gestur Öldu Karenar. Skjáskot/YouTube

Erna Kristín betur þekkt sem Ernuland, rithöfundur, guðfræðingur og fyrirlesari ræðir ofbeldið sem hún lenti í á unglingsárunum, mátt fyrirgefningunnar sem er fyrst og fremst fyrir þig og hvernig áföllin móta manneskjuna.

Alda og Erna Kristín ræða hvernig þær fyrirgefa fólki og fyrst og fremst sjálfum sér fyrir fortíð sína svo þær geti haldið áfram. Fyrirgefningin hjálpar okkur að sleppa tökunum svo við séum ekki alltaf með “kúkinn í bandinu” eða að draga alltaf einhvern skít inn í allt sem við gerum. Því meira sem við sleppum tökunum, því léttara verður yfir okkur því allt sem þú getur ekki stjórnað er lífið að reyna að kenna þér að sleppa tökunum á.

Lífsbiblían Hlaðvarp er partur af verkefni Öldu Karenar Hjaltalín „Lífsbiblían“ sem endar með útgáfu á samnefndri bók í Janúar 2021. Öll erum við með eitthvað óskrifað rit í höfðinu, einhverja lífsbiblíu þar sem við geymum sögu okkar, gildi, lífsmælikvarða, viðhorf og skoðanir. Markmiðið með þáttunum er að fá skemmtilegt fólk úr samfélaginu til þess að deila sinni lífsbiblíu. Hver er þín lífsbiblía?

Þáttinn má hlusta á hér fyrir neðan. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda