Fegurðardrottningin Tanja Ýr Ástvaldsdóttir byggði upp tvö fyrirtæki áður en hún varð 25 ára. Tanja er gestur Öldu Karenar Hjaltalín í þætti tvö af Lifsbiblían Hlaðvarp.
Tanja Ýr hefur núna unnið í rúmt ár að nýju fyrirtæki Glamistahair sem selur hárlengingar og gervitögl. Ferlið að búa til vörumerki og gæðavörur tekur tíma en Tanja Ýr er ekki að flækja hlutina fyrir sér og er þolinmóð á meðan hún fullkomnar vörumerkin sín því hún segist vita að það er engin endastöð, þess vegna skiptir öllu máli að njóta ferðarinnar sem að skapa vörumerki er.
Gott er að taka fram að engar manneskjur meiddust við gerð þessara hárlenginga. Tanja Ýr ræðir að öll athygli er góð athygli ef þú kannt að fara með hana, stofna vörumerki, kaupa villur á spáni og að setja sjálfsvirðið sitt hátt áður en þú ferð að takast á við heiminn.
Þáttinn má hlusta á hér fyrir neðan.