Sólborg Guðbrandsdóttir er rithöfundur, söngkona og stofnandi samfélagsátaksins Fávitar sem er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðis ofbeldi. Sólborg var gestur Öldu Karenar Hjaltalín í fjórða þætti af Lífsbiblíunni.
Sólborg ræðir hvernig maður stendur með sjálfum sér og öðrum, að tala fallega til sín þegar maður grípur sig í miðju niðurrifi. Hvernig hún fékk nánast 8% af þjóðinni til þess að takast á við kynferðislegt ofbeldi og hætta að normalísera karla sem koma illa fram við konur.
Allir hafa gott af því að fara til sálfræðings því við erum öll mannlega að díla við hluti, hvernig hún bað sálfræðinginn afsökunar fyrir að hafa mætt í tíma. Meðalljónsveikina þar sem fólk veit ekki hvar það passar inn í samfélagið því það hefur ekki upplifað neitt nógu slæmt en ekki heldur neitt nógu gott. Og hvernig við þurfum ekki að vera alltaf 100% alla daga.
Þáttinn má hlusta á hlaðvarpsvef mbl.is og í spilaranum hér fyrir neðan.