Sunneva útskrifuð og setur stefnuna á framhaldsnám

Sunneva Eir Einarsdóttir með lokaritgerðina sína. Hún er að útskrifast …
Sunneva Eir Einarsdóttir með lokaritgerðina sína. Hún er að útskrifast úr viðskiptafræði.

Áhrifavaldurinn og samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir verður viðskiptafræðingur í sumar en þá útskrifast hún með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Sunneva skilaði nýlega inn lokaritgerðinni sinni en þar rannsakaði hún svið sem hún þekkir vel til. 

„Ritgerðin mín er um hlaðvörp sem markaðstól þar sem ég rannsakaði upplifun neytenda á auglýsingum í hlaðvörpum samanborið við upplifun neytenda á auglýsingum áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Seinni hluti rannsóknarinnar var svo að komast að því hvaða auglýsingaleið í hlaðvörpum væri betri í augum neytenda – auglýsingar í náttúrulegri umræðu eða fyrirframframleiddar auglýsingar,“ segir Sunneva spurð út í ritgerðina. 

Sunneva segir að fólk hafi frekar kosið auglýsingar í náttúrulegri umræðu. „Mjög áhugavert að sjá þessar niðurstöður þar sem ég hef hvergi séð svipaða rannsókn og mjög fáar rannsóknir til um neytendur og hlaðvarpsauglýsingar. Virkilega skemmtilegt!“

Í sumar taka við mörg skemmtileg verkefni hjá Sunnevu, sem stefnir á framhaldsnám sem fyrst. Sunneva segir áhuga sinn innan viðskiptafræðinnar liggja í markaðsfræði og sér fram á að vinna á markaðssviði í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda