Stjörnu-Sævar safnaði 17 milljónum á tveimur árum

Sævar Helgi Bragason.
Sævar Helgi Bragason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sæv­ar Helgi Braga­son, gjarnan kallaður Stjörnu-Sævar, var gestur bræðranna Gunn­ars Dan Wii­um og Davíð Karls Wii­um í hlaðvarpsþætt­in­um Þvotta­húsinu. Sævar talar um stjörnufræði í þættinum en einnig um sparnaðaraðferðir. Hann segir ekki geimvísindi að spara. 

Sævar rifjaði upp þegar hann kom úr námi frá Svíþjóð á sínum tíma, nýskilinn við barnsmóður sína, með ungt barn og enga peninga. Hann í þessari erfiðu stöðu nálgaðist þetta akademískt og tók ákvörðun um að flytja í foreldrahús og byrja kerfisbundið að leggja fyrir. Á rúmum tveimur árum náði hann með mikilli vinnu og útsjónarsemi að leggja fyrir um sautján milljónir sem hann svo notaði í kaup á sinni fyrstu fasteign. Sævar aðhyllist vissa naumhyggju í fjármálum og lífsstíl. Hjólar mikið og smyr sér nesti.

Stjörnu-Sævar er fyrrverandi formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem og fulltrúi Íslands í geimmálum. Sævar er sá sem fær fréttir á undan öðrum þegar stórar uppgötvanir verða í alheiminum. Fyrir tveimur árum fékk hann að sjá fyrstu og einu ljósmyndina sem tekin hefur verið af svartholi tveimur mánuðum á undan almenningi. Hann fékk það hlutverk að undirbúa og útfæra kynningu sem hann svo gerði í húsi Vigdísar á þessum stórmerkilega atburði.

Stjörnu-Sævar hefur skrifað bækur um stjörnur, svarthol, geimverur og vísindi fyrir börn.  „Ég hefði dáið fyrir svona bækur þegar ég var barn,“ sagði hann. 

Stjörnu-Sævar spáði í viðtalinu fyrir um endalok alheims. Hann ásamt langstærstum hluta geimvísindamanna og -kvenna hallast að svokallaðri „big freeze theory“ eða svokölluðum miklakulda. Miklikuldi myndi þá orsakast af þenslu alheims sem virðist vera að aukast þvert á allt sem annars myndi vera skiljanlegt fyrir okkur. „Alheimurinn er svo stór að hann gerir bara hvað sem honum sýnist, sama hvað okkur finnst um það,“ segir Sævar.

Þátt­inn er hægt að hlusta á í heild sinni á  hlaðvarpsvef mbl.is og horfa á hann á YouTu­be. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda