Lil Curly fluttur til London og stefnir langt

Lil Curly er með mjög marga fylgjendur á TikTok.
Lil Curly er með mjög marga fylgjendur á TikTok.

Samfélagsmiðlastjarnan Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, flutti til London á dögunum þar sem hann ætlar að halda áfram að búa til fyndin og skemmtileg TikTok-myndskeið. Með honum í för eru Embla Wigum Tiktok-stjarna og Nökkvi Fjalar Orrason, frumkvöðull og eig­andi umboðsskrif­stof­unn­ar Swipe Media. 

Hópurinn fór fyrst út í júlí í tíu daga til þess að prófa og fá nasasjónina af lífinu í London. Nú er hópurinn kominn aftur út til þess að vera. „Við erum að leita okkur að íbúð. Planið er að vera hérna í að minnsta kosti hálft ár. Þá er planið að fara kannski til L.A. en við munum alltaf búa hérna en bara kíkja til L.A. í smá stopp en þar er í rauninni mekka TikToks. Við viljum búa í London af því þar eru meiri tækifæri, ekki jafn mikil samkeppni og í L.A. Svo er stutt að fara til Íslands,“ segir Lil Curly um flutningana til London. 

Samfélagsmiðlastjörnurnar Embla Wigum og Lil Curly.
Samfélagsmiðlastjörnurnar Embla Wigum og Lil Curly. Ljósmynd/Aðsend

Flestir fylgjendur eru erlendis

„Ég er mestmegnis að grilla,“ segir Lil Curly um það sem hann er að gera á TikTok en með grilli á hann við gott grín. „Það er ekkert mikið að bak við myndböndin mín nema að reyna að hafa gaman og reyna að fá áhorf og stækka áhorfendahópinn.“

Íslenska samfélagsmiðlastjarnan sækir innblástur frá öðrum á TikTok. Þar tekur hann eitthvað sem er í tísku á miðlinum og gerir að sínu. Hann segist til dæmis ekki kunna að dansa en ef einhver ákveðinn dans er í tísku á TikTok þá tekur hann upp myndskeið af sér dansa dansinn illa og á fyndinn hátt. 

Lil Curly er með um 808 þúsund fylgjendur á TikTok og eru langflestir útlendingar. „Ég held að ég sé með sex prósent íslenskt fylgi. Svo er restin Bandaríkin og einmitt Bretland, við erum með þokkalegt fylgi hérna í Bretlandi. Bæði ég og Embla. Svo er planið að fá fleiri til okkar. Við búum hérna í einhvern tíma svo er planið að búa til eitthvað TikTok-hús. Þannig fleiri áhrifavaldar búa saman, ekki bara ég og Embla. Bæði íslenskir og erlendir.“

Fleiri tækifæri eru í London en á Íslandi að sögn …
Fleiri tækifæri eru í London en á Íslandi að sögn Lil Curly. Ljósmynd/Aðsend

Á eftir að sakna mömmu

Lil Curly er bara að verða 23 ára í nóvember og er þetta akkúrat tíminn til þess að flytja til útlanda. Núna eru þó nokkrir frá umboðsskrifstofunni Swipe Media úti en starfsfólkið fer heim þegar líður á haustið. Þá á hann örugglega eftir að átta sig betur á breyttum aðstæðum. „Ég mun örugglega finna fyrir því þegar þetta er bara ég, Embla og Nökkvi. Ég er alveg með mikið „FOMO“ og finnst glatað að missa af stemningunni heima og múttu og svona. En það er engin kærasta í spilunum. Ekkert svoleiðis.“

Lil Curly er fluttur til London.
Lil Curly er fluttur til London.

Elskar athygli

Aðspurður segist Lil Curly ekki vera feiminn og ekki fela sig á bak við skjáinn. „Ég elska alla athygli sama hvernig hún er. Ég hef mjög gaman að henni. Ég myndi ekki segja að ég væri feiminn. Ég var það í gamla daga. Svo fór maður á Dale Carnegie. Þar fór maður að segja hæ við fólk og spjalla. Mamma skutlaði mér bara á námskeiðið og svo eftir það kom þetta hægt og rólega.“

Lil Curly er strax byrjaður að hugsa um næsta skref þrátt fyrir að vera nýlentur í London. Hann hlakkar mikið til þess að fara til Los Angeles og hitta fólk sem hann lítur upp til. „Ég held það verði skemmtilegast þegar maður fer til L.A. og hittir fólk sem maður sjálfur hefur fylgst með í gegnum tíðina og maður er kominn í hóp með þeim. Það væri skemmtilegt. Þau búa flest þar. Það er svona langstærsti stökkpallurinn,” segir Lil Curly spenntur fyrir komandi tímum. 

@lilcurlyhaha

@emblawigum sorry will not mess w you again

♬ original sound - aneesha_hothi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál