Lil Curly fluttur til London og stefnir langt

Lil Curly er með mjög marga fylgjendur á TikTok.
Lil Curly er með mjög marga fylgjendur á TikTok.

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Arn­ar Gauti, bet­ur þekkt­ur sem Lil Cur­ly, flutti til London á dög­un­um þar sem hann ætl­ar að halda áfram að búa til fynd­in og skemmti­leg TikT­ok-mynd­skeið. Með hon­um í för eru Embla Wig­um Tikt­ok-stjarna og Nökkvi Fjal­ar Orra­son, frum­kvöðull og eig­andi umboðsskrif­stof­unn­ar Swipe Media. 

Hóp­ur­inn fór fyrst út í júlí í tíu daga til þess að prófa og fá nasa­sjón­ina af líf­inu í London. Nú er hóp­ur­inn kom­inn aft­ur út til þess að vera. „Við erum að leita okk­ur að íbúð. Planið er að vera hérna í að minnsta kosti hálft ár. Þá er planið að fara kannski til L.A. en við mun­um alltaf búa hérna en bara kíkja til L.A. í smá stopp en þar er í raun­inni mekka TikT­oks. Við vilj­um búa í London af því þar eru meiri tæki­færi, ekki jafn mik­il sam­keppni og í L.A. Svo er stutt að fara til Íslands,“ seg­ir Lil Cur­ly um flutn­ing­ana til London. 

Samfélagsmiðlastjörnurnar Embla Wigum og Lil Curly.
Sam­fé­lags­miðla­stjörn­urn­ar Embla Wig­um og Lil Cur­ly. Ljós­mynd/​Aðsend

Flest­ir fylgj­end­ur eru er­lend­is

„Ég er mest­megn­is að grilla,“ seg­ir Lil Cur­ly um það sem hann er að gera á TikT­ok en með grilli á hann við gott grín. „Það er ekk­ert mikið að bak við mynd­bönd­in mín nema að reyna að hafa gam­an og reyna að fá áhorf og stækka áhorf­enda­hóp­inn.“

Íslenska sam­fé­lags­miðlastjarn­an sæk­ir inn­blást­ur frá öðrum á TikT­ok. Þar tek­ur hann eitt­hvað sem er í tísku á miðlin­um og ger­ir að sínu. Hann seg­ist til dæm­is ekki kunna að dansa en ef ein­hver ákveðinn dans er í tísku á TikT­ok þá tek­ur hann upp mynd­skeið af sér dansa dans­inn illa og á fynd­inn hátt. 

Lil Cur­ly er með um 808 þúsund fylgj­end­ur á TikT­ok og eru lang­flest­ir út­lend­ing­ar. „Ég held að ég sé með sex pró­sent ís­lenskt fylgi. Svo er rest­in Banda­rík­in og ein­mitt Bret­land, við erum með þokka­legt fylgi hérna í Bretlandi. Bæði ég og Embla. Svo er planið að fá fleiri til okk­ar. Við búum hérna í ein­hvern tíma svo er planið að búa til eitt­hvað TikT­ok-hús. Þannig fleiri áhrifa­vald­ar búa sam­an, ekki bara ég og Embla. Bæði ís­lensk­ir og er­lend­ir.“

Fleiri tækifæri eru í London en á Íslandi að sögn …
Fleiri tæki­færi eru í London en á Íslandi að sögn Lil Cur­ly. Ljós­mynd/​Aðsend

Á eft­ir að sakna mömmu

Lil Cur­ly er bara að verða 23 ára í nóv­em­ber og er þetta akkúrat tím­inn til þess að flytja til út­landa. Núna eru þó nokkr­ir frá umboðsskrif­stof­unni Swipe Media úti en starfs­fólkið fer heim þegar líður á haustið. Þá á hann ör­ugg­lega eft­ir að átta sig bet­ur á breytt­um aðstæðum. „Ég mun ör­ugg­lega finna fyr­ir því þegar þetta er bara ég, Embla og Nökkvi. Ég er al­veg með mikið „FOMO“ og finnst glatað að missa af stemn­ing­unni heima og múttu og svona. En það er eng­in kær­asta í spil­un­um. Ekk­ert svo­leiðis.“

Lil Curly er fluttur til London.
Lil Cur­ly er flutt­ur til London.

Elsk­ar at­hygli

Aðspurður seg­ist Lil Cur­ly ekki vera feim­inn og ekki fela sig á bak við skjá­inn. „Ég elska alla at­hygli sama hvernig hún er. Ég hef mjög gam­an að henni. Ég myndi ekki segja að ég væri feim­inn. Ég var það í gamla daga. Svo fór maður á Dale Car­negie. Þar fór maður að segja hæ við fólk og spjalla. Mamma skutlaði mér bara á nám­skeiðið og svo eft­ir það kom þetta hægt og ró­lega.“

Lil Cur­ly er strax byrjaður að hugsa um næsta skref þrátt fyr­ir að vera ný­lent­ur í London. Hann hlakk­ar mikið til þess að fara til Los Ang­eles og hitta fólk sem hann lít­ur upp til. „Ég held það verði skemmti­leg­ast þegar maður fer til L.A. og hitt­ir fólk sem maður sjálf­ur hef­ur fylgst með í gegn­um tíðina og maður er kom­inn í hóp með þeim. Það væri skemmti­legt. Þau búa flest þar. Það er svona lang­stærsti stökkpall­ur­inn,” seg­ir Lil Cur­ly spennt­ur fyr­ir kom­andi tím­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda