„Ég er algjörlega ástfangin af Kaupmannahöfn“

Elísa Viðarsdóttir.
Elísa Viðarsdóttir.

Elísa Viðarsdóttir knattspyrnukona er menntaður matvæla- og næringarfræðingur. Þessa dagana er hún að sinna útgáfu bókarinnar Næringin skapar meistarann, þar sem hún fjallar um árangursríkar leiðir til að láta mat styðja við árangur í íþróttum. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

„Ég elska góða fiskrétti og grillaða heimagerða pítsu.“

Hvað með uppáhaldsveitingastaðinn?

„Fiskurinn á Kopar hefur aldrei klikkað. Nýlega prófaði ég BRÚT og þangað mun ég klárlega fara aftur.“

Hvernig heldur þú þér í formi?

„Ég reyni að hafa þessa helstu þætti í lagi sem viðkoma heilsu, sem eru svefn, hreyfing og næring. Ég borða næringarríkan mat reglulega og hef tamið mér að setja saman máltíðir eftir mínum þörfum hverju sinni.“

Áttu uppáhaldspotta og -pönnur?

„Le Creuset-steypujárnspotturinn minn er í miklu uppáhaldi, í hann fer allt hvort sem ég er að baka brauð eða elda pottrétti. Ekki nóg með það að hann sé frábær eldhúsgræja heldur er hann líka fallegur.“

Hvað með bestu líkamsræktina?

„Það jafnast ekkert á við góða fótboltaæfingu og ef ég er í fríi þá finnst mér líka gott að fara í jóga sem er í fullkomnu jafnvægi við allan hraðann og átökin sem fótboltinn hefur upp á að bjóða.“

Hvert er uppáhaldssnjallforritið?

„Instagram.“

Áttu þér uppáhaldsborg  í útlöndum?

„Ég er algjörlega ástfangin af Kaupmannahöfn, hún hefur upp á allt mögulegt að bjóða. Menningu, mat og verslun.“

Ef þú værir heilbrigðisráðherra í einn dag, hverju myndirðu breyta?

„Fyrsta verkefnið mitt væri líklega að byrja að koma næringarfræði inn í aðalnámskrá grunnskólanna. Einnig væri ég til í að sjá meiri hvatningu fyrir fólk að nota almenningssamgöngur, til dæmis með niðurgreiðslu á slíkri þjónustu fyrir alla þá sem kjósa slíkan ferðamáta. Sjálf nota ég strætó, hjól eða annað mikið og það er ekkert betra en að byrja morguninn á því að sitja í strætó með kaffibollann eða á hjóli með eitthvað skemmtilegt og nærandi í eyrunum. Að lokum væri ég líka til í að sjá meiri hvatningu til hreyfingar í umhverfinu okkar utandyra.“

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Oftast borða ég yfir-nótt-hafragraut með chia- og hampfræjum, möndlumjólk, hnetusmjöri, kanil og ½ epli. Ef skipulagið klikkar og ég næ ekki að útbúa grautinn þá er það oftast ristað brauð með eggi eða hrein ab-mjólk með múslí og jarðarberjum. Á frídögum um helgar fæ ég mér heitt croissant, linsoðið egg og espresso-kaffi.“

Í hvernig æfingafatnaði ertu?

„Macron-æfingafötin frá Val verða oftast fyrir valinu en annars bara það sem mér finnst flott og þægilegt hverju sinni.“

Hvaðan kemur áhugi þinn á fótbolta?

„Ég kem úr frekar íþróttadrifinni fjölskyldu. Foreldrar mínir stunduðu bæði íþróttir og systkini mín líka. Fyrirmyndir eru mikilvægar og það hefur alveg pottþétt haft mikil áhrif á að ég fetaði þessa braut frá fimm ára aldri. Ég er einnig með mikið keppnisskap og ætli ég hafi ekki fundið mig vel í íþróttum vegna þess.“

Hvað hefur hreyft við þér að undanförnu?

„Frábærar viðtökur á bókinni minni hafa hreyft við mér og ég vil þakka fyrir þær. Ég er farin að fá skilaboð frá foreldrum að börnin og unglingarnir eru farin að sýna mat meiri áhuga og við það eitt er markmiðinu með bókinni náð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda