Ásgeir Jónsson langáhrifamesti kennarinn

Úlfar Biering Valsson.
Úlfar Biering Valsson.

Úlfar Biering Valsson, hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, er frá Dalvík og veit fátt skemmtilegra en að sökkva sér í pælingar um hagfræði, enda hverfast fræðin um fólk og samfélög sem eru margslungin og flókin. 

Af hverju er hagfræði áhugaverðasta fag í heimi?

„Einfaldlega vegna þess að hagfræðin snýst um að gera heiminn að betri stað, ótrúlegt en satt. Hagfræðin er staðsett innan félagsvísinda, enda hverfast fræðin um fólk og samfélög sem eru margslungin og flókin. Markmiðið er því að ná utan um, skilja og leysa þau félagslegu vandamál sem fyrir hendi eru hverju sinni.“

Hver er uppáhaldshagfræðingurinn þinn?

„Það er hann Ragnar Árnason.“

Hvaða kennari hefur haft mest áhrif á þig?

„Án allrar umhugsunar verð ég að segja Ásgeir Jónsson.“

Ef þú gætir valið þér einn skóla að vera með doktorspróf frá, hver væri hann?

„Það væri LSE (e. London School of Economics), en ég vona að ég fái aldrei þá hugmynd að fara í doktorsnám.“

Hvort notaðir þú meira glósukerfi eða vini innan hagfræðinnar til að læra fagið?

„Ég notaði sitt lítið af hvoru.“

Hver er uppáhaldshagfræðiformúlan þín?

„Ég ætla að fá að nefna lögmálið um fallandi jaðarnyt.“

Ef þú værir fjármálaráðherra í einn dag, hvaða lögum myndirðu koma í gegn á alþingi?

„Ég myndi lækka tryggingagjaldið á fyrirtæki og loka ÁTVR.“

Áttu þér uppáhaldsrithöfund?

„Nei, það á ég ekki.“

Hvaða veitingahús er best að fara á þegar maður er að passa budduna?

„Það á alls ekki að fara á kaffihús ef pyngjan er létt. Annars er Stúdentakjallarinn góður kostur.“

Hvað með ef maður ætlar að líta út eins og greifi, hvert fer maður þá að versla?

„Þá fer maður í Suitup Reykjavík.“

Hver er að þínu mati best rekna borg heimsins?

„Ég hef ekki skoðað ársreikninga allra borga heimsins og hvað þá heimsótt þær allar en ein af mínum uppáhaldsborgum er Stokkhólmur.“

Hvaða leiðtogar í heiminum hafa snert við þér í gegnum tíðina og af hverju?

„Þeir leiðtogar sem hafa snert við mér eru Greta Thunberg, af augljósum ástæðum, Jón Gnarr sem hristi upp í hlutunum og Donald Trump, en hann er gott dæmi um það hvernig á ekki að gera hlutina.“

Ferðu eftir Pareto-reglunni?

„Það held ég alveg örugglega ekki.“

Hvað hefurðu keypt þér í gegnum tíðina sem ekkert vit er í eftir kenningum hagfræðinnar?

„Tólfta bjórinn.“

Áttu gott hagfræðiráð sem hægt væri að setja inn í markmiðasetningu á nýju ári?

„Ekki kaupa nýjan bíl.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda