„Nú getur maður djammað yfir hábjartan daginn“

Gísli Val­týs­son er einn vin­sæl­asti eldri borg­ari Vest­manna­eyja, en kveðst sjálf­ur ekk­ert sér­stak­lega fé­lags­lynd­ur. Hann seg­ir fólk á besta aldri ótrú­lega lit­rík­an, flott­an og orku­mik­inn hóp þar sem marg­ir eru ennþá í fullu fjöri. Hann heyrði eitt sinn skemmti­lega lýs­ingu á þessu ald­urs­skeiði; að nú væri loks­ins hægt að djamma yfir há­bjart­an dag­inn! 

Gísli Val­týs­son er Vest­manna­ey­ing­ur í húð og hár og hef­ur alltaf búið í Eyj­um. Hann er kvænt­ur sinni elsku­legu Hönnu Þórðardótt­ur eins og hann tal­ar að jafnaði um konu sína og sam­an hafa þau eign­ast fjór­ar dæt­ur.

Það hafa marg­ir fylgst með Gísla í gegn­um út­gáfu Eyja­f­rétta sem hann seg­ir að jafnaði hafa verið skemmti­leg­an tíma, því hann hafi skynjað hjart­slátt bæj­ar­lífs­ins í gegn­um blaðið. Það skipt­ust á skin og skúr­ir í rekstr­in­um, þótt í minn­ing­unni hafi oft­ast verið sól.

„Ég ólst upp á heim­ili þar sem húsa­smíðameist­ar­inn pabbi var fyr­ir­vinn­an og vann mikið. Hann var einnig mik­ill fé­lags­mála­maður. Mamma var hins veg­ar heima­vinn­andi hús­móðir og hélt utan um sjö manna fjöl­skyld­una. Þetta var sú upp­skrift sem ég fékk að heim­an, og þótti þá eðli­leg,“ seg­ir Gísli.

Hann seg­ir Vest­manna­eyj­ar fyrst og fremst sjáv­ar­út­vegs­bæ og það liti mann­lífið mikið bæði nú og hér áður.

„Lífið í Eyj­um tek­ur mið af því hvernig geng­ur til sjáv­ar­ins. Nú eru mikl­ar vænt­ing­ar til loðnu­veiða í vet­ur og Eyj­arn­ar eru stór­ar í þeim veiðum. Það rík­ir því bjart­sýni um kom­andi tíma. Vest­manna­eyj­ar hafa líka gengið í gegn­um mikl­ar dýf­ur þegar illa árar í sjáv­ar­út­vegi.“

Lærði húsa­smíði og vann við það í mörg ár

Gísli seg­ir Vest­manna­eyjagosið hafa markað djúp spor í allt mann­lífið í Eyj­um.

„Nærri 400 hús ým­ist brunnu eða urðu und­ir fargi ösku. Íbúar voru fyr­ir gos um 5.500 tals­ins. Nærri 1.700 Vest­manna­ey­ing­ar sneru ekki aft­ur eft­ir gos. Í Eyj­um búa núna um 4.400 manns.“

Gísli lærði húsa­smíði og starfaði við þá iðngrein í mörg ár.

„Ég vann lengst­um við smíðar hjá Hraðfrystistöð Vest­manna­eyja. Eitt árið var loðnu­leys­is­ár og lítið fram und­an í smíðum hjá Hraðfrystistöðinni. Ég skipti þá um starfs­vett­vang og tók við rekstri prent­smiðju og út­gáfu frétta­blaðsins Eyja­f­rétta. Ég hafði lært prentiðn sem ung­ur maður og end­ur­nýjaði þarna meðal ann­ars kynn­in af blýi og prentsvertu og síðar kom gjör­breytt tækni við blaðaút­gáf­una. Að starfa við út­gáfu Eyja­f­rétta var oft­ast skemmti­legt og maður skynjaði vel hjart­slátt bæj­ar­lífs­ins sem stund­um var hraður og stund­um hæg­ari. Það skipt­ust á skin og skúr­ir í rekstr­in­um, en í minn­ing­unni var oft­ast sól.“

Hér er Gísli ásamt eiginkonu sinni.
Hér er Gísli ásamt eig­in­konu sinni.

Afa­hlut­verkið dýr­mætt og mik­il lífs­fyll­ing

Þótt marg­ir líti á Gísla sem fé­lags­lynd­an mann er hann ekk­ert endi­lega á sama máli.

„Mér finnst sjálf­um ég ekk­ert sér­stak­lega fé­lags­lynd­ur, samt hef ég allt mitt líf verið í stjórn­um marg­vís­legra fé­laga, lengst af í stjórn­um íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar og nú síðast í stjórn Fé­lags eldri borg­ara í Eyj­um.

Eft­ir að störf­um mín­um á vinnu­markaði lauk hef­ur afa­hlut­verkið að hluta tekið yfir hin dag­legu störf. Það er mér mjög dýr­mætt og mik­il lífs­fyll­ing að um­gang­ast barna­börn­in og barna­barna­börn­in mín, fá að taka þátt í þeirra lífi og starfi, sjá þau þrosk­ast og mót­ast.“

Hvernig per­sónu­leiki ertu?

„Mér vefst nú tunga um tönn. Ég hef yf­ir­leitt stoppað lengi í þeim störf­um sem ég hef sinnt, hvort sem er í fé­lags­starfi eða hinum dag­legu störf­um á vinnu­markaði. Hef mikla ábyrgðar­til­finn­ingu og gef mig gjarn­an mjög að þeim verk­efn­um sem ég sinni. Svo er ég frek­ar íhalds­sam­ur í skoðunum, eða kannski eins og mál­tækið seg­ir „í upp­afi skal end­inn skoða“.

Það gef­ur líf­inu gildi að vera sátt­ur við guð og menn. Að elska og vera elskaður, að vera heiðarleg­ur og sann­gjarn og virða aðrar skoðanir en manns eig­in.“

Fólk leggst ekki sjálf­krafa í kör við að hætta að vinna

Hvernig er staðið að mál­efn­um eldri borg­ara í Eyj­um?

„Það er ágæt­lega staðið að mál­efn­um eldri borg­ara. Bæði er starf­andi Fé­lag eldri borg­ara, sem í kór­ónu­lausu ástandi er ágæt­lega virkt. Vest­manna­eyja­bær veit­ir fé­lag­inu fjár­hags­leg­an stuðning. Þá er starf­andi á veg­um bæj­ar­fé­lags­ins sér­stak­ur verk­efna­stjóri í öldrun­arþjón­ustu. Um 660 íbú­ar Vest­manna­eyja eru 67 ára og eldri, sem er nærri 15% bæj­ar­búa.

Það er nú ein­hvern veg­inn þannig að þegar maður hverf­ur úr at­vinnu­líf­inu tap­ast sum tengsl við fólk og at­vinnu­líf. Ný kynni skap­ast við nýtt fólk og ann­ar takt­ur í líf­inu.“

Hvað lífið hef­ur kennt Gísla og vanga­velt­ur um til­gang lífs­ins svar­ar hann:

„Til­gang­ur lífs­ins er að fæðast og deyja og láta eitt­hvað gott af sér leiða þar á milli. Eitt sinn spurði ég mér eldri og vitr­ari mann hvort hann vissi hver væri til­gang­ur lífs­ins. Hann hélt það nú. „Það er mik­il­væg­ast að gefa sér góðan tíma til að gera ekki neitt og borða góðan mat.“

Hvernig er að eld­ast?

„Það kall­ar á breytt lífs­mynst­ur að hætta á vinnu­markaði eft­ir ára­tuga störf. Sum­um finnst eins og það sé alltaf sunnu­dag­ur. En lífið held­ur auðvitað áfram en á breytt­um for­send­um. Hjá mörg­um verða barna­börn­in stærri hluti af til­ver­unni eft­ir starfs­lok. Ýmsar tóm­stund­ir sem áður var ekki tími til að sinna fá aukið vægi. Sum­ir eru vel und­ir starfs­lok­in bún­ir, aðrir ekki eins og geng­ur. Þetta er því ekki eins­leit­ur hóp­ur, held­ur ótrú­lega lit­rík­ur, flott­ur og orku­mik­ill hóp­ur og marg­ir enn í fullu fjöri og til­bún­ir í ný verk­efni. Eða eins og ein­hver sagði: Það er ekki ama­legt að vera eldri borg­ari, nú get­ur maður djammað yfir há­bjart­an dag­inn.

Fólk leggst ekki sjálf­krafa í kör við það að mæta ekki leng­ur til vinnu að morgni; síður en svo. Þá er ein­mitt tím­inn til að lifa og njóta, njóta og lifa.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda