Vinsældir Siglufjarðar aukist vegna bóka Ragnars?

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson spjallar við Þóru Karítas Árnadóttir í þáttunum Morð í norðri. Ragna veitir meðal annars innsýn inn í hugarheim persónunnar Ara Þórs lögreglumanns. Sögusvið bókanna um Ara er á Siglufirði og margir hafa tengt saman aukinn ferðamannastraum þangað við bækur Ragnars.

Í þáttaröðinni er farið í ferðalag um Skandinavíu til að kynnast norrænum glæpasagnahöfundum og komast að því hver ástæðan fyrir vinsældunum er. Þóra Karítas hittir fólkið á bak við sögurnar, myndirnar og þættina, á heimaslóðum þeirra og á þekktum sögusviðum bókanna. Norrænar glæpasögur hafa notið vaxandi vinsælda víða um heim á undanförnum árum en margar eiga þær sameiginlegt að vera sagðar út frá sjónarhorni lögreglunnar í myrku landslagi norðursins. Sögurnar eru margar hverjar siðferðilega flóknar og sálrænar ástæður liggja ósjaldan að baki glæpunum eða í persónugerð lögreglunnar sem fer með rannsóknina.

Viðmælendur eru íslensku rithöfundarnir Ragnar og Yrsa Sigurðardóttir ásamt norrænu höfundum Lars Kepler, Kati Hiekkapelto, Antti Toumainen, Viveca Sten, Agnes Ravatn, Gunnar Staalesen, Jussi Adler Olsen og Sara Blædel.

Morð í norðri eru sýndir í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á fimmtudögum kl 20.30 en öll þáttaröðin er þegar komin í Sjónvarp Símans Premium.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda