„Yrsa veit alltaf hvernig sagan endar“

Þóra Karítas Árnadóttir ræðir við Yrsu Sigurðardóttir rithöfund í þáttunum Morð í norðri. Yrsa lýsir því hvernig hún nálgast skriftirnar og hvernig hennar ritferli sé. Hún verði alltaf að vita hvert hún sé að stefna.

Norrænar glæpasögur hafa notið vaxandi vinsælda víða um heim á undanförnum árum . Í Morð í norðri er farið í ferðalag um Skandinavíu til að kynnast norrænum glæpasagnahöfundum og komast að því hver ástæðan fyrir vinsældunum er. Þóra Karítas hittir fólkið á bak við sögurnar, myndirnar og þættina, á heimaslóðum þeirra og á þekktum sögusviðum bókanna.

Viðmælendur í þáttunum eru íslensku rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson ásamt norrænu höfundum Lars Kepler, Kati Hiekkapelto, Antti Toumainen, Viveca Sten, Agnes Ravatn, Gunnar Staalesen, Jussi Adler Olsen og Sara Blædel.

Morð í norðri eru sýndir í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á fimmtudögum kl 20.30 en öll þáttaröðin er þegar komin í Sjónvarp Símans Premium.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda