Björn Bragi keypti í Íslandsbanka

Banalýðveldið ehf., félag í eigu Björns Braga Arnarssonar, keypti fyrir …
Banalýðveldið ehf., félag í eigu Björns Braga Arnarssonar, keypti fyrir rúmar 17,5 milljónir króna í Íslandsbanka. Samsett mynd

Athafnamaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarson tók þátt í útboði Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars síðastliðinn.

Björn Bragi keypti í gegnum félagið Bananalýðveldið ehf. en í listanum sem fjármálaráðuneytið birti í gær má sjá að félagið fjárfesti fyrir rúmar 17,5 milljónir króna. 

Björn Bragi hefur látið til sín taka í rekstri mathalla undanfarið en hann er einn af þeim sem stendur að baki mathallarinnar BORG29 í Borgartúni. Nýverið var svo greint frá því að ný mathöll muni opna í Grósku í Vatnsmýri og verður Björn Bragi framkvæmdastjóri mathallarinnar. 

Þá hefur hann einnig stýrt spurningaþáttunum Kviss á Stöð 2 og gefið út fjölda spurningaspila, þar á meðal Pöbbkviss og Krakkakviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda