„Kósíheit par exelans í fyrsta sæti á þessum tíma“

Katrín leggur áherslu á geðrækt í skammdeginu.
Katrín leggur áherslu á geðrækt í skammdeginu. Ljósmynd/ Arnar Freyr Wade Tómasson

Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova, er tilbúin í komandi vetur. Hún stefnir á að reyna fyrir sér á snjóbretti í vetur á milli þess sem hún eldar súpur. 

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtibuddunni þinn?

„Það er klárlega Ginzing SPF 40, litaða dagkremið frá Origins, það fer á andlitið alla daga. Og svo heiðarlegt sápustykki og augabrúnabursti til að halda brúnunum á sínum stað allan daginn, sérstaklega í haustrokinu.“

Hvaða bók ert þú með á náttborðinu?

„Einmitt núna er það It doesn't have to be crazy at work og svo eru fleiri á listanum, en það er mjög auðvelt að fá frábær bókameðmæli hjá samstarfsfélögunum í Nova.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Ég á tvo litríka felsa (feik pelsa) sem ég nota óspart á veturna. Annar er frá Jakke og hinn frá Moss Copenhagen. Ég er búin að eiga þá í mörg ár og fæ ekki leið á að vera í þeim.“

Áttu þér uppáhaldshönnuð?

„Ég er undir svolitlum skandínavískum áhrifum eftir að hafa búið í Köben og er mikið fyrir þægindi, svo á listanum má finna Mads Nørregard, DAY, Ganni, Won Hundred og álíka merki. Svo elska ég fötin frá By Sædís Ýr, glamúrstælar alla leið!“

Hvaða hlutur er ómissandi á veturna?

„Ilmkerti, ekki spurning. Svo finnst mér mikilvægt að hafa nokkrar góðar súpuuppskriftir á lager. Kósíheit par exelans í fyrsta sæti á þessum tíma.“

Hvaða óþarfa keyptir þú þér síðast?

„Eftir útilegusumarið mikla hjá mér var ég í þeim vítahring að kaupa alltaf ódýrar vindsængur sem sprungu stuttu eftir notkun, í staðinn fyrir að kaupa bara almennilegar sem virka. Þarf að snarbæta mig í þessu næsta sumar.“

Hvað er á óskalistanum fyrir veturinn?

„Ég ætla að næla mér í notað snjóbretti fyrir veturinn, reyna að slasa mig ekki á því og búa til slatta af góðum minningum með enn þá betra fólki.“

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Mín morgunstund einkennist af kaffibolla. Best er ef ég næ að vakna á undan öllum á heimilinu og sötra í ró og næði.“

Áttu þér uppáhaldsborg?

„Kaupmannahöfn á alltaf stað í hjarta mínu en ég bjó þar í fimm ár og kynntist borginni ótrúlega vel. Ég fékk líka mikinn áhuga á borgarskipulagi eftir að hafa upplifað hvað gott skipulag gerir fyrir mann sem íbúa. Annars er ég að fara til Afríku núna í þrjár vikur svo það er aldrei að vita nema ég eignist nýja uppáhaldsborg.“

Hvaða þætti ert þú að horfa á um þessar mundir?

„Ég er að horfa á House of the Dragon og svo var ég að klára Dahmer-þættina. Sekk alveg inn í þætti sem eru byggðir á raunverulegum atburðum.“

Hvernig skipuleggur þú þig yfir daginn?

„Ég er mikil skipulagskona. Ég hef prófað margar útfærslur en enda alltaf á gamla verkefnalistanum í stílabók. Ég enda alla daga á að hreinskrifa listann yfir á næstu síðu. Ég passa mig líka á að setja lítil verkefni á listann sem eru fljótkláruð og byrja daginn á þeim. Það er góð leið til að plata hausinn og keyra daginn í gang.“

Hvernig heldur þú þér í formi á veturna?

„Ég verð að viðurkenna að formið fær ekki mikla athygli á veturna. En ég færi athyglina yfir á andlegu heilsuna og geðræktina þegar skammdegið færist yfir til að halda mér í góðu jafnvægi á helstu sviðum.“

Hvaða smáforrit er í uppáhaldi hjá þér?

„TikTok finnst mér snilld til að fá innblástur fyrir allt mögulegt, bæði það sem tengist vinnunni og einkalífinu. Ég er komin með stafla af fljótlegum uppskriftum, flottri innanhúshönnun, ferðaráðum og skipulagsinnblæstri. En svo má líka alveg endurskoða skjátímann sem fer í allt þetta skroll.“

Katrín notar litað andlitskrem frá Origins.
Katrín notar litað andlitskrem frá Origins.
Ilmkerti eru ómissandi í vetur.
Ilmkerti eru ómissandi í vetur. Ljósmynd/Epal
Bókin á náttborðinu.
Bókin á náttborðinu. Ljósmynd/Amazon
Katrín stefnir á að skella sér í fjallið á snjóbretti …
Katrín stefnir á að skella sér í fjallið á snjóbretti í vetur. Ljósmynd/Unsplash.com/Dane Deaner
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda