Kolbrún Bergþórsdóttir komin aftur heim

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi.
Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Kol­brún Bergþórs­dótt­ir rit­höf­und­ur, blaðamaður og bóka­gagn­rýn­andi mun hefja störf á Morg­un­blaðinu 1. fe­brú­ar.

Hún er landsþekkt­ur blaðamaður og gagn­rýn­andi en hún starfaði á Morg­un­blaðinu á ár­un­um 2008-2014. Það er því óhætt að segja að hún sé kom­in aft­ur heim.

Kol­brún hef­ur starfað í blaðamennsku í 25 ár en hún var síðast menn­ing­ar­rit­stjóri Frétta­blaðsins. Henni var sagt upp störf­um á Frétta­blaðinu síðasta sum­ar og var ástæðan fyr­ir upp­sögn­inni hagræðing. Um ára­mót­in var út­b­urði á Frétta­blaðinu hætt. 

Kol­brún hef­ur gefið út bæk­ur og verið bóka­gagn­rýn­andi í Kilj­unni hjá Agli Helga­syni. Það urðu fagnaðar­fund­ir þegar hún mætti í Há­deg­is­móa í dag til þess að ganga frá ráðningu á Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda