Edda Falak segir breytingar verða á Eigin konum

Edda Falak segir breytingar verða á Eigin konum.
Edda Falak segir breytingar verða á Eigin konum. mbl.is/Hallur Már

Edda Falak, stjórnandi hlaðvarpsþáttanna Eigin konur, segir að breytingar verði á þáttunum áður en langt um líður. Síðasti þáttur kom út 15. desember 2022.

Alls eru 783 áskrifendur að þáttunum á Patreon og greiða þeir fyrir aukaþætti. Enginn aukaþáttur hefur komið á síðustu mánuðum þrátt fyrir að því sé heitið þegar fólk skráir sig í áskrift. 

DV greinir frá. 

„Ég þurfti að taka mér aðeins frí í janúar en er að klára að ganga frá öllu núna, það eru smá breytingar en ég mun pósta um það fyrir helgi,“ sagði Edda við skriflegri fyrirspurn DV.

Síðasti gestur þáttarins var Katrín Lóa Kristrúnardóttir. Sakaði hún þá Helga Vilhjálmsson, Helga í Góu, um að beita sig kynferðislegu áreiti eftir að hann lánaði henni pening fyrir íbúðarkaupum. 

1,8 milljón á tveimur mánuðum

Þættina vann Edda í samstarfi við Stundina, en Stundin sameinaðist Kjarnanum snemma á þessu ári og runnu miðlarnir tveir saman í nýjan miðil, Heimildina.

Í frétt DV kemur fram að Patreon-áskrifendur Eigin kvenna greiði á bilinu 1.156 til 2.168 krónur á mánuði fyrir fjóra aukaþætti. Sé miðað við að allir 783 áskrifendurnir greiði fyrir ódýrustu áskriftarleiðina hafi Edda á þeim tveimur mánuðum sem síðast kom út þáttur þénað 1,8 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda