Laufey nýr mannauðsstjóri Icewear

Laufey Guðmundsdóttir.
Laufey Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Hulda Margrét

Lauf­ey Guðmunds­dótt­ir hef­ur verið ráðin mannauðsstjóri Icewe­ar. Lauf­ey er með BA gráðu í tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðum frá Há­skóla Íslands, diplóma í ferðamála­fræðum frá Hól­um, meist­ara­gráðu í for­ystu og stjórn­un frá Há­skól­an­um á Bif­röst og viður­kennd­ur sér­fræðing­ur í fræðslu­stjórn­un frá Aka­dem­i­as.

„Við fögn­um því að fá svo reynslu­mik­inn mannauðsstjóra sem Lauf­ey sann­ar­lega er til þessa að leiða starfið ein­mitt núna þegar fyr­ir­tækið hef­ur gengið í gegn­um svo öran vöxt sem raun ber vitni. Mannauður­inn er grunnstoð í hverju fyr­ir­tæki og því mik­il­vægt að hún sé styrk. Icewe­ar legg­ur áherslu á að stuðla að já­kvæðu um­hverfi og virkri þátt­töku hvers og eins með það mark­mið að auka ánægju og skil­virkni heild­ar­inn­ar. Lauf­ey hef­ur lagt upp með mennta­stefnu og nám­skeiðahald fyr­ir starfs­fólk og stuðlar um leið að sí­felldri þróun á gild­um og stefn­um fé­lags­ins í mannauðsmá­l­um og sjálf­bærni,“ seg­ir Aðal­steinn I. Páls­son for­stjóri Icewe­ar.

Icewe­ar hef­ur lengi verið leiðandi í sölu á úti­vistarfatnaði til er­lendra ferðamanna en er í dag einnig eitt stærsta vörumerkið í úti­vistarfatnaði á ís­lensk­um markaði. Starfs­fólk tel­ur í dag um 260 manns en versl­an­ir Icewe­ar eru 22 tals­ins og staðsett­ar hring­inn í kring­um landið, í Reykja­vík, Ak­ur­eyri, Vest­mann­eyj­um, Vík í Mýr­dal, Þing­völl­um og við Goðafoss ásamt heild­sölu og vef­versl­un.

„Það hef­ur verið skemmti­leg og áhuga­verð reynsla að hefja störf hjá Icewe­ar. Fyrst sem versl­un­ar­stjóri og síðar mannauðsstjóri. Verk­efn­in eru fjöl­mörg hjá ört stækk­andi fyr­ir­tæki og ljóst að við okk­ur blasa marg­ar áskor­an­ir. Við erum sér­lega rík af mannauði, val­inn maður í hverju rúmi sem á stór­an þátt í vel­gengni Icewe­ar og þeirri veg­ferð sem Icewe­ar er á, bæði á inn­lend­um og er­lend­um mörkuðum. Ástríða fyr­ir starf­inu og ein­stakri vöru er drif­kraft­ur Icewe­ar. Því mun ég gera mitt besta að hlúa að þess­um krafti, hlúa að fólk­inu með hvatn­ingu og gleði að leiðarljósi. Það er gam­an í okk­ar her­búðum,“ seg­ir Lauf­ey

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda