Steindi, Auddi og Gillz stofna hlutafélag

Steindi, Auddi og Gillz stofnuðu hlutafélagið Celcius á dögunum.
Steindi, Auddi og Gillz stofnuðu hlutafélagið Celcius á dögunum. Samsett mynd

Skemmtikraft­arn­ir Auðunn Blön­dal, Steinþór Hró­ar Steinþórs­son og Eg­ill Ein­ars­son stofnuðu ný­verið, ásamt öðrum, fé­lagið Celsius dreif­ing ehf.

Er til­gang­ur fé­lags­ins heild­versl­un og dreif­ing heil­sölu­vara. Þetta kem­ur fram í lög­birt­ing­ar­blaðinu en fé­lagið var stofnað í janú­ar síðastliðnum. 

Formaður stjórn­ar er markaðsstjóri Mynd­form, Geir Gunn­ars­son. Auk þeirra Auðuns, Steinda og Eg­ils eru Magnús Geir Gunn­ars­son, Gunn­ar Gunn­ars­son og Hall­dór Sig­ur­björn Guðjóns­son í stjórn fé­lags­ins. 

Fé­lagið er stofnað í kring­um heild­sölu á drykkn­um Celsius, sem er koff­índrykk­ur sem Mynd­form hef­ur flutt inn frá 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda