Ofbeldi stjórnenda gagnvart starfsfólki eftir starfslok

Sunna Arnardóttir sérfræðingur í mannauðsmálum starfar hjá Vinnuhjálp.
Sunna Arnardóttir sérfræðingur í mannauðsmálum starfar hjá Vinnuhjálp. Ljósmynd/Samsett

„Langvar­andi viðvera við of­beldisaðstæður er skemm­andi fyr­ir ein­stak­linga, and­lega, til­finn­inga­lega sem og lík­am­lega. Hjá at­vinnu­rek­end­um þar sem of­beldi af hendi stjórn­end­um gagn­vart starfs­fólki viðgengst er því al­gengt að sjá niður­brotna ein­stak­linga, sem og háa veltu á starfs­fólki,“ seg­ir Sunna Arn­ar­dótt­ir sér­fræðing­ur í mannauðsmá­l­um hjá Vinnu­hjálp í sín­um nýj­asta pistli: 

Hvort svo sem starfs­fólk hætt­ir störf­um sjálft í von um já­kvæðari reynslu hjá nýj­um at­vinnu­rek­anda, eða sé til­neytt til þess af hendi stjórn­enda, þá þýða starfs­lok ekki endi­lega að of­beld­is­hegðun gagn­vart starfs­fólk­inu sé lokið.

Starfs­fólk (þolend­ur) sem fests hef­ur í hringiðu of­beld­is af hálfu stjórn­anda (ger­anda) sæt­ir oft og tíðum áfram­hald­andi of­beldi þó svo viðveru á vinnustað sé lokið.

Fjár­hags­legt of­beldi

Hafi vinnu­veit­andi óskað eft­ir því að starfs­fólk vinni ekki út upp­sagn­ar­frest sinn, eða starfs­fólk hef­ur fengið starfs­loka­samn­ing sem kveður á að viðveru sé ekki óskað, þá á starfs­fólk inni áfram­hald­andi greiðslur frá vinnu­veit­anda þó svo viðveru á vinnustað sé lokið.

Get­ur starfs­fólk átt það yfir sér að at­vinnu­rek­andi haldi þá rétt­mæt­um greiðslum eft­ir, hvort svo sem það sé í formi launa­greiðsla, launa­tengdra gjalda, eða kostnaðar sem at­vinnu­rek­andi á að standa und­ir gagn­vart viðkom­andi aðila. Er þetta dæmi um fjár­hags­legt of­beldi, þar sem starfs­fólk þarf að halda áfram bar­daga sín­um gagn­vart at­vinnu­rek­and­an­um ít­rekað vegna svik­inna lof­orða.

Fjár­hags­legt of­beldi er til þess gert að læsa fólk í viðjum of­beld­is­sam­bands­ins og veit­ir ger­and­an­um áfram­hald­andi valda­til­finn­ingu yfir þolanda sín­um. Of­beldið meitl­ar jafn­framt þoland­ann áfram niður, svo niðurríf­andi aðstæður fyrri vinnustaðar verða áfram þátt­ur í lífi starfs­fólks­ins. Starfs­fólk sem kem­ur þreytt og niður­brotið út af vinnustað sem studdi of­beld­is­hegðun gagn­vart því, sér því fram á áfram­hald­andi niðurrif sem get­ur leitt til kuln­un­ar, þrátt fyr­ir að vera ekki virkt á vinnu­markaðinum. Oft er erfitt fyr­ir ein­stak­linga sem lenda í áfram­hald­andi of­beldi eft­ir starfs­lok að fá ástæður aðstæðna sinna skráðar á fyrri vinnu­veit­anda.

Því er mik­il­vægt að halda stétt­ar­fé­lagi sínu upp­lýstu er kem­ur að öll­um fjár­hags­lega tengd­um ákvörðunum og sam­skipt­um við fyrr­ver­andi at­vinnu­rek­anda. Stétt­ar­fé­lagið gríp­ur þá inn í aðstæður fyr­ir hönd þoland­ans, og tek­ur allt frek­ara álag af þoland­an­um.

Fé­lags­legt- og starfstengt of­beldi

Al­gengt er að baktal ger­anda viðhald­ist eft­ir að þolandi hætt­ir að mæta á starfs­stöð. Er þá þoland­inn tek­inn fyr­ir vegna vinnu­bragða, af­kasta, skap­gerðar, eða per­sónu­eig­in­leika, allt í því skyni að draga úr trú­verðug­leika þolanda varðandi aðgerðir ger­anda gagn­vart sér, sem og til þess að skera á mögu­leg fé­lags­leg tengsl þolanda á starfs­stöð. Stirð sam­skipti og út­skúf­un þolanda frá sam­starfs­fólki er bæði frek­ara of­beldi gagn­vart ein­stak­lingn­um sjálf­um, sem og leið ger­and­ans til þess að geta viðhaldið of­beld­is­hegðun sinni gagn­vart öðru starfs­fólki sem lær­ir að sá sem bend­ir á of­beld­is­hegðun­ina hlýt­ur verra af.

Ger­and­inn get­ur líka viðhaldið nei­kvæðu um­tali gagn­vart þolanda sín­um útá við og þannig haft nei­kvæð áhrif á starfs­mögu­leika viðkom­andi í framtíðinni. Oft og tíðum er þetta gert með hót­un­um gagn­vart þolanda, að sé of­beldi ger­anda rætt frek­ar þá muni ger­and­inn stig­bundið beita sér í því að vega á starfs­heiður þoland­ans. Er þoland­inn þannig keyrður niður í þögg­un af hendi ger­anda sín­um, af hræðslu við frek­ari út­skúf­un á starfs­sviði sínu.

Hvað er til ráða?

At­huga skal að áfram­hald­andi of­beldi eft­ir starfs­lok er ein­göngu til þess gert að rífa niður þann til­tekna aðila sem of­beldið bein­ist að. Mik­il­vægt er fyr­ir þá sem lenda í þess­ari aðstöðu að hafa um­svifa­laust sam­band við sitt stétt­ar­fé­lag til þess að sjá um þessi mál fyr­ir sig.

Eru stétt­ar­fé­lög þá stuðning­ur við þoland­ann á meðan viðkom­andi er í þeim aðstæðum sem fyr­ir eru á vinnustaðnum. Stuðning­ur þessi er mik­il­væg­ur til þess að efla ein­stak­ling­inn og hamla því að niðurrifið sem fer fram á vinnustaðnum, sem og utan hans, hafi áhrif á and­lega og lík­am­lega heilsu viðkom­andi.

Stétt­ar­fé­lög hafa ekki mik­il ítök er kem­ur að fé­lags­legu eða starfstengdu of­beldi, þar koma inn hrein­skil­in sam­skipti við sam­starfs­fólk og aðra aðila á vinnu­markaðinum, sem og gott tengslanet, sem því miður ekki allt starfs­fólk á yfir að ráða. Er því mik­il­vægt fyr­ir þá aðila sem hafa verið vitni af of­beldi á vinnustað, að bjóða fram aðstoð í formi meðmæla eða stuðnings eft­ir að starfs­lok­um ein­stak­lings kem­ur, með það í skyni að minnka alla snertifleti við ger­anda.

Stétt­ar­fé­lög hins veg­ar geta gripið inn í er kem­ur að fjár­hags­legu of­beldi, þó svo þau flokki það ein­göngu sem launaþjófnað eða samn­ings­brot.

Að lok­um

Mik­il­vægt er fyr­ir starfs­fólk sem sit­ur fast í viðjum of­beld­istil­b­urða gegn sér á vinnu­markaði að ræða aðstæður ávallt hrein­skiln­ings­lega og til­kynna áfram til þeirra sem veitt geta stuðning.

At­vinnu­rek­end­ur eiga ávallt að leyfa starfs­fólki að ræða op­in­ber­lega og á hrein­skil­inn máta þær aðstæður sem starfað er við. Opið sam­tal kem­ur í veg fyr­ir hvers kyns sam­skipta­vanda­mál, sem og leys­ast mál oft ef gripið er inn í með hand­leiðslu á hrein­skiln­um og var­færn­um sam­skiptaaðferðum.

Þegar starfs­fólk skynj­ar sig í aðstæðum sem ekki megi ræða inn­an veggja starfs­stöðvar sinn­ar, er því mik­il­vægt að til­kynna málið áfram til síns stétt­ar­fé­lags, eða beint til lög­fræðings, svo hægt sé að fylgja eft­ir aðstæðum eft­ir því sem við á og svo stétt­ar­fé­lagið geti gripið inn í á viðeig­andi máta er á þarf að halda. Það að til­kynna mál áfram er einnig til þess gert að þolandi aðstæðna skynji sig ekki ein­an, og fái stuðning við að kom­ast í gegn­um þær nei­kvæðu aðstæður sem at­vinnu­rek­and­inn leyf­ir að viðgang­ast.

Sé starfsstaður þekkt­ur fyr­ir að leyfa of­beldi gagn­vart starfs­fólki af hendi stjórn­enda, þá mun aukið um­tal til stétt­ar­fé­laga aðstoða þau við að sjá heild­ar­mynd aðstæðna og þannig veita sem flestu af sínu fé­lags­fólki stuðning í þeim aðstæðum sem eru á vinnustaðnum.

Jafn­framt er aukið um­tal um of­beldisaðstæður á vinnustað bæði víti til varnaðar öðrum sem mögu­lega gætu óskað eft­ir at­vinnu á vinnustaðnum, sem og helsta vopn starfs­fólks til þess að fá úr­lausn á þeim niðurríf­andi aðstæðum sem eru við líði.

Mik­il­vægt er að muna að hvers kyns of­beldi þrífst í þögn­inni. Helsta vopn okk­ar gegn of­beldisaðstæðum er því ávallt umræðan, að tala sam­an um aðstæður og benda á þegar of­beld­is­hegðun er við líði. Því er svo mik­il­vægt að beina umræðunni að hvers kyns ólíðandi og niðurríf­andi hegðun stjórn­enda gagn­vart starfs­fólki.

Sam­an er heild­in sterk, fjöld­inn get­ur yf­ir­stigið þá of­beld­is-fjötra sem ein­stak­ling­ur læsist í.

Stönd­um sam­an gegn of­beldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda