Kjólar eiga jafn mikið heima á sjónum og annars staðar

Erla Ásmundsdóttir heldur uppáklædda föstudaga hvort sem hún er í …
Erla Ásmundsdóttir heldur uppáklædda föstudaga hvort sem hún er í landi eða á sjó. Ljósmynd/Aðsend

Erla Ásmundsdóttir er 38 ára gömul Vestmannaeyjamær og starfar sem bryti á ísfisktogaranum Helgu Maríu RE-1,  þar sem hún eldar ofan í 15 manna áhöfn í fjögurra til sex daga veiðitúrum. Lengi vel hafði draumurinn um að fara á sjó blundað í Erlu en hún var í raun búin að gefa þann draum upp á bátinn. Í fyrra fékk hún svo tækifæri til þess að prófa og ákvað hún að stökkva á það. Erla fór í einn túr og eftir hann var ekki aftur snúið. 

Erla er mikill aðdáandi þess að klæða sig upp og lætur togarasjómennskuna ekki stöðva sig í að skella sér í kjólAlla föstudaga klæðir hún sig upp í kjól, hvort sem hún er á sjó eða í landi, og heldur þannig uppáklædda föstudaga.

Erla átti sér lengi þann draum að fara á sjó.
Erla átti sér lengi þann draum að fara á sjó. Ljósmynd/Aðsend

Gjörningur sem vatt upp á sig

Þetta byrjaði allt saman á gjörningnum „Í kjólum fram að jólum“, en hugmynd sú kviknaði í tilefni afmælis hennar þann 25. nóvember. Ákvað Erla að klæðast kjól alla daga fram að jólum og sett sér tvær reglur. Hún mátti bara klæðast hverjum kjól einu sinni á tímabilinu og hún verð að vera í kjólnum allan daginn.

Þegar hún tók við starfinu sem bryti á togara ákvað hún að halda sig við þessa skemmtilegu tilbreytingu í svartasta skammdeginu.

„Það var því mjög skemmtilegur dagur þegar ég mætti um borð með 18 kjóla á herðatrjám. Svo gekk þetta bara rosa vel. Það var ekkert mál að klæðast kjólum um borð og mér leið eins og ég væri heima hjá mér. Enda eru kjólar frábærlega þægilegur vinnufatnaður í eldhúsi á togara,“ segir Erla.

Erla fékk hugmyndina að uppáklædda föstudeginum eftir síðustu jól og hefur síðan þá klætt sig í kjól alla föstudaga, hvort sem hún er í landi eða á sjó.

„Þessi hugmynd kallar á töluverða kjólaeign svo ég er strax orðin spennt fyrir næsta #ÍKjólumFramAðJólum og er farin að huga að því að bæta örlítið inn í kjólasafnið fyrir það verkefni. En í ár langar mig að hvetja alla sem hafa áhuga að taka þátt í þessu. Hættum að reyna að komast í kjólinn fyrir jólin og verum bara í kjólum fram að jólum,“ segir Erla kímin.

Erla finnur fyrir ekki fyrir því að vera eina konan …
Erla finnur fyrir ekki fyrir því að vera eina konan um borð í Helgu Maríu. Ljósmynd/Aðsend

Finnur fyrir meiri fordómum úti á götu en um borð

Erlu finnst ekkert mál að vera eina konan á karllægum vinnustað líkt og ísfisktogara. Henni hefur alltaf líkað vel við að vinna með karlmönnum og líkar eiginlega betur við það eftir þessa nýju reynslu sína.

„Strákarnir um borð eru frábærir. Þeir koma alls ekkert öðruvísi fram við mig en hvern annan. Við erum öll jöfn um borð í Helgu Maríu. Þeir hafa alls ekkert á móti konum um borð og eru bara ánægðir með þetta bras á mér.“

Erla segist þó hafa fundið fyrir fordómum úti á götu og hefur það komið henni mest á óvart að þeir komi helst frá karlmönnum á hennar aldri.

„Ég hef fengið að heyra að konur eigi bara alls ekki heima á sjó og að þær séu mun lélegri starfskraftur en strákarnir. Aðrir segjaast ekki geta gert stráknum sínum það að hafa kvenmann um borð. En flestum finnst bara geggjað að kona sé á sjó og margir hverjir segjast vilja óska þess að það væri meira um að konur færu á sjóinn.“

Erla lætur þó fordómana ekkert á sig fá og hugsar bara með sér hvað hún sé heppin með sína yndislegu áhöfn og vinnutveitendur á Helgu Maríu.

Erla vill hvetja fleiri til að vera sem oftast í …
Erla vill hvetja fleiri til að vera sem oftast í kjólum. Ljósmynd/Aðsend

Áhafnarmeðlimir taka vel í uppátækið

Erla segir að félagar hennar á Helgu Maríu hafi tekið vel í uppáklædda föstudaginn og hafi mjög gaman af þessu. Segir hún að þetta sé líka góð leið fyrir alla til að muna hvaða vikudagur er. Samkvæmt Erlu hafa þeir stundum talað um að gaman væri að klæða sig upp henni til samlætis, þótt lítið hafi gerst í þeim málum hingað til.

„Ég þarf kannski bara að ýta meira á þá með það. En mér tókst samt að fá nokkra áhafnarmeðlimi með mér í kjól síðasta kjóladaginn minn í desember. Þeir viðurkenna það kannski ekki en þeir höfðu mjög gaman af því og dönsuðu um matsalinn eins og Disney-prinsessur,“ segir Erla og brosir.

Erla fer í kjól alla föstudag, sama hvernig viðrar.
Erla fer í kjól alla föstudag, sama hvernig viðrar. Ljósmynd/Aðsend



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál