Björk Eiðs vinnur fyrir Björgólf Thor

Björk Eiðsdóttir hefur starfað í fjölmiðlum í 16 ár. Hún …
Björk Eiðsdóttir hefur starfað í fjölmiðlum í 16 ár. Hún stofnaði tímaritið MAN á sínum tíma og starfaði síðast á Fréttablaðinu.

Björk Eiðsdóttir blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni viðskiptamanni. Hún starfaði áður á Fréttablaðinu og var búin að segja starfi sínu lausu þegar dagblaðið var lagt niður. 

„Eftir 16 ára starf við fjölmiðla ákvað ég að nú væri rétti tíminn til að skipta um gír og nýta víðtæka reynslu mína á nýjum vettvangi. Ég sagði því upp starfi mínu sem einn ritstjóra Fréttablaðsins tveimur vikum áður en miðillinn var lagður niður í lok mars. Þegar Björgólfur Thor í framhaldi leitaði til mín vegna spennandi verkefna fyrir sig skoraðist ég því ekki undan. Ég hef þegar hafið störf og hlakka til að láta til mín taka á nýju sviði og fá tækifæri til að starfa með þeim farsæla viðskiptamanni,“ segir Björk í samtali við Smartland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál