Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, tilkynnti á samfélagsmiðlum núna rétt í þessu að Kírópraktorstöð Reykjavíkur muni sameinast Líf Kírópraktík og opna nýja og glæsilega stöð í Hlíðasmáranum í Kópavogi í byrjun september.
„Nýr kafli hefst í september þegar Líf Kíró og Kíró Rvk sameinast. Það hefur verið draumur okkar beggja að starfa aftur saman og loksins gafst tækifærið. Okkur hlakkar til að taka á móti ykkur í Hlíðasmáranum, Kópavogi í byrjun september,“ skrifaði Gummi kíró.
Vignir Þór Bollason hjá Líf Kírópraktík birti einnig færslu á Instagram þar sem hann talar um nýja og spennandi tíma. Það verður því skemmtilegt að fylgjast með félögunum og starfsfólki þeirra í haust.