Eva Ruza langlaunahæsti áhrifavaldurinn með 1,6 milljónir á mánuði

Eva Ruza Milj­evic er langlaunahæsti áhrifavaldurinn með 1,6 milljónir á …
Eva Ruza Milj­evic er langlaunahæsti áhrifavaldurinn með 1,6 milljónir á mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekju­blað Frjálsr­ar versl­un­ar var að koma út. Þar kem­ur fram að áhrifa­vald­ur­inn og skemmtikraft­ur­inn Eva Ruza Milj­evic er launa­hæst í sín­um flokki með 1,6 millj­ón­ir á mánuði. Hún er vin­sæll skemmtikraft­ur og út­varps­stjarna á K100. Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, Gummi kíró, sem er kírópraktor og áhrifa­vald­ur er í öðru sæti með 1,3 millj­ón­ir á mánuði og Birgitta Líf Björns­dótt­ir markaðsstjóri World Class og áhrifa­vald­ur er með 1,2 millj­ón­ir í laun á mánuði. Tekju­hæstu áhrifa­vald­arn­ir eru flest­ir í fleiri en einu starfi. 

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró.
Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, Gummi kíró. Ljós­mynd/​Sam­sett

Tíu tekju­hæstu áhrifa­vald­arn­ir: 

  1. Eva Ruza, skemmtikraft­ur og út­varps­stjarna á K100, - 1,6 millj­ón­ir
  2. Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, Gummi kíró, -1,3 millj­ón­ir
  3. Birgitta Líf Björns­dótt­ir, markaðsstjóri World Class, 1,2 millj­ón­ir
  4. Indí­ana Nanna Jó­hanns­dótt­ir, eig­andi GoMo­ve Ice­land - 1,038 millj­ón­ir
  5. Ingi­leif Friðriks­dótt­ir, áhrifa­vald­ur og aktív­isti, -946 þúsund
  6. Brynj­ólf­ur Löve Mo­gensen, Binni Love, - 799 þúsund
  7. Hjálm­ar Örn Jó­hanns­son, áhrifa­vald­ur og grín­isti, -719 þúsund
  8. Ólöf Tara Harðardótt­ir, stjórn­ar­kona Öfga, 717 þúsund
  9. Ágúst Bein­teinn Árna­son, Gústi B, 668 þúsund
  10. Rann­veig Hild­ur Guðmunds­dótt­ir, áhrifa­vald­ur, -635 þúsund

Hægt er nálg­ast Tekju­blað Frjálsr­ar versl­un­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda