Tekjublað Frjálsrar verslunar var að koma út. Þar kemur fram að áhrifavaldurinn og skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic er launahæst í sínum flokki með 1,6 milljónir á mánuði. Hún er vinsæll skemmtikraftur og útvarpsstjarna á K100. Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, sem er kírópraktor og áhrifavaldur er í öðru sæti með 1,3 milljónir á mánuði og Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class og áhrifavaldur er með 1,2 milljónir í laun á mánuði. Tekjuhæstu áhrifavaldarnir eru flestir í fleiri en einu starfi.
Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró.
Ljósmynd/Samsett
Tíu tekjuhæstu áhrifavaldarnir:
- Eva Ruza, skemmtikraftur og útvarpsstjarna á K100, - 1,6 milljónir
- Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, -1,3 milljónir
- Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, 1,2 milljónir
- Indíana Nanna Jóhannsdóttir, eigandi GoMove Iceland - 1,038 milljónir
- Ingileif Friðriksdóttir, áhrifavaldur og aktívisti, -946 þúsund
- Brynjólfur Löve Mogensen, Binni Love, - 799 þúsund
- Hjálmar Örn Jóhannsson, áhrifavaldur og grínisti, -719 þúsund
- Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona Öfga, 717 þúsund
- Ágúst Beinteinn Árnason, Gústi B, 668 þúsund
- Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, áhrifavaldur, -635 þúsund
Hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér.