Rúrik Gísla tekjuhæstur í IceGuys

Herra Hnetusmjör, Aron Can, Rúrik Gíslason, Friðrik Dór og Jón …
Herra Hnetusmjör, Aron Can, Rúrik Gíslason, Friðrik Dór og Jón Jónsson með Orra Haukssyni, forstjóra Símans. Ljósmynd/Lilja Hauks

Tekju­blað Frjálsr­ar versl­un­ar var að koma út. Þar kemur fram að Rúrik Gíslason, fyrirsæta og fyrrverandi fótboltamaður, sé sá hæstlaunaði í nýju hljómsveitinni IceGuys. Hann var með 799 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Rétt á eftir honum er rapparinn Herra hnetusmjör með 794 þúsund í tekjur á mánuði á síðasta ári.

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir eru með það sama í tekjur, 541 þúsund krónur á mánuði, og rekur rapparinn Aron Can lestina, með 226 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári.

Hægt er nálg­ast Tekju­blað Frjálsr­ar versl­un­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál