Tekjublað Frjálsrar verslunar var að koma út. Þar kemur fram að Rúrik Gíslason, fyrirsæta og fyrrverandi fótboltamaður, sé sá hæstlaunaði í nýju hljómsveitinni IceGuys. Hann var með 799 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Rétt á eftir honum er rapparinn Herra hnetusmjör með 794 þúsund í tekjur á mánuði á síðasta ári.
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir eru með það sama í tekjur, 541 þúsund krónur á mánuði, og rekur rapparinn Aron Can lestina, með 226 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári.
Hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér.