Þorsteinn er tekjuhæsti leikarinn

Þorsteinn Guðmundsson leikari og sálfræðingur er tekjuhæsti leikarinn.
Þorsteinn Guðmundsson leikari og sálfræðingur er tekjuhæsti leikarinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekju­blað Frjálsr­ar versl­un­ar var að koma út. Þar kem­ur fram að Þorsteinn Guðmundsson er launahæsti leikarinn með rúmar 1,7 milljónir á mánuði. Í öðru sæti er Örn Árnason með 1,5 milljónir á mánuði og í þriðja sæti Halldóra Geirharðsdóttir með tæplega 1,4 milljónir á mánuði.

Í samtali við Smartland segir Þorsteinn að þessar tölur eigi ekki við rök að styðjast og séu villandi. Hann bendir á að hann hafi ekki leikið neitt lengi og sé í tímabundinni pásu frá starfinu. Hann skipti um starfsvettvang og er nú sálfræðingur og starfar á Landspítalanum. 

Tekjulægstur leikara er Benedikt Erlingsson með 189 þúsund krónur á mánuði. Ingvar E. Sigurðsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson eru jafnir í öðru sæti yfir tekjulægstu leikarana með 229 þúsund krónur á mánuði. Í þriðja sæti er Anna Svava Knútsdóttir með 288 þúsund krónur á mánuði.

Tíu tekjuhæstu leikararnir:

  1. Þorsteinn Guðmundsson - 1,7 milljónir
  2. Örn Árnason - 1,5 milljónir
  3. Halldóra Geirharðsdóttir - 1,4 milljónir
  4. Jóhanna Vigdís Arnardóttir - 1,1 milljón
  5. Þórhallur Sigurðsson - 1,1 milljón
  6. Eggert Þorleifsson - 1 milljón
  7. Þorsteinn Bachmann - 1 milljón
  8. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - 964 þúsund
  9. Ólafía Hrönn Jónsdóttir - 891 þúsun
  10. Vala Kristín Eiríksdóttir - 884 þúsund 

Hægt er nálg­ast Tekju­blað Frjálsr­ar versl­un­ar hér.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál