Anna Fríða hætt hjá Play

Anna Fríða Gísladóttir er hætt sem forstöðumaður markaðsmála hjá Play.
Anna Fríða Gísladóttir er hætt sem forstöðumaður markaðsmála hjá Play.

Anna Fríða Gísladóttir er hætt hjá flugfélaginu Play. Hún gegndi starfi forstöðumanns markaðsmála og hóf störf hjá fyrirtækinu í febrúar í fyrra. Áður hafði hún unnið hjá íslenska líftæknifyrirtækinu Bioeffect og verið markaðsstjóri Domino's Pizza. 

„Ég hef ákveðið að snúa ekki til baka á skrifstofuna hjá PLAY eftir fæðingarorlof og hef sagt starfi mínu lausu.

Tíminn hjá PLAY var afar lærdómsríkur og ég kveð með hafsjó af reynslu sem ég tek með mér inn í næstu verkefni. Ég þakka samstarfsfólki mínu innilega fyrir gott samstarf og er spennt fyrir framhaldinu. Áfram gakk,“ segir Anna Fríða á félagsmiðlinum Linkedin. 

Anna Fríða og unnusti hennar, Sverrir Falur Björnsson, eignuðust son númer tvö í nóvember í fyrra og fór hún í kjölfarið í fæðingarorlof. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda