27 ára athafnamaður kominn með eigin próteindrykk

Róbert Freyr Samaniego.
Róbert Freyr Samaniego. mbl.is/Hákon Pálsson

Róbert Freyr Samaniego er 27 ára gamall viðskiptafræðingur sem býr í Reykjavík ásamt kærustu sinni, Sylvíu Erlu Melsted athafnakonu og hundinum Oreo. Róbert hefur upp á síðkastið staðið í ströngu við að þróa próteindrykkinn DONE sem inniheldur mikið magn mysupróteina. Hann segir að upptaka á mysupróteinum í meltingarveginum  er einstaklega hröð og hentar því sérlega vel eftir æfingar og áreynslu.

„Ég er íþróttasinnaður einstaklingur. Ég hef alltaf verið mjög áhugasamur um allt sem viðkemur heilsu, heilbrigðu líferni og af almennri hreyfingu. Ég æfði fótbolta á yngri árum og gaf allan minn metnað í það. Í dag stunda ég líkamsrækt á nánast hverjum einasta degi og er núna að leggja allan minn metnað í að fræða mig um allt sem viðkemur heilsu og góðri næringu,“ segir Róbert. 

Þegar hann las innihaldlýsingar próteindrykkja þá sá hann fljótt að enginn að þessum drykkjum innihelt viðbætt mysuprótein né trefja sem viðbót. Hann fór að kynna sér innihald þeirra betur og komst hann að því að hann vildi þróa drykk sem inniheldi bæði mysuprótein og trefjar.

„Ég sjálfur drakk mikið af allskyns próteindrykkjum og allt áttu þeir sameiginlegt að þeir innihalda mikið af gervisætuefnum og fóru allir mjög illa í magann á mér. Einnig hef ég verið að pæla mikið í innihaldinu og komst ég fljótt af því að enginn drykkur innihéldi viðbætt mysuprótein sem er akkúrat það prótein sem maður sækist í eftir æfingu. Það er vegna þess að upptakan á því er mun hraðari en til dæmis í mjólkurpróteini eða öðrum próteinum. Ég komst snemma að því í ferlinu af hverju það hefði ekki verið gert í G-vöru drykkjum og það er vegna þess að mysuprótein eru mun viðkvæmari fyrir hitun en mjólkurprótein sem er hluti af framleiðsluferlinu. Með mikilli þrautseigju þá tókst þetta á endanum og er DONE eini markaðssetti G-vöru mysuprótein drykkur í heiminum sem jafnframt inniheldur trefjar. Trefjar eru að auki mikilvægt fóður fyrir bakteríuflóruna í þörmum sem tekur þátt í að halda okkur heilsuhraustum,“ segir Róbert. 

mbl.is/Hákon Pálsson

Er fólk að borða of lítið af próteinum?

„Fólk er sífellt að verða meira upplýst um mikilvægi próteina fyrir líkamann. Því er tilvalið fyrir fólk að fá sér DONE til að auka prótein inntöku yfir daginn. Mysuprótein er besti amínósýrugjafi sem í boði er. Upptaka mysupróteina í meltingarveginum er virkilega hröð og hentar því mjög vel eftir hreyfingu. Ísland er fullkominn markaður til þess að byrja á þar sem Íslendingar hafa mikinn áhuga á bættri heilsu.“

Drykkurinn er framleiddur í Finnlandi og segir Róbert að það sé ástæða fyrir því. 

„Það er vegna þess að tækjabúnaður á Íslandi var ekki til staðar til að framleiða DONE. Vonandi mun það breytast,“ segir hann.

Róbert Freyr Samaniego hefur mikinn áhuga á að bæta heilsuna.
Róbert Freyr Samaniego hefur mikinn áhuga á að bæta heilsuna.

Aðspurður um drifkraftinn í lífinu segir Róbert að það sé að hugsa vel um líkamann og heilsuna. 

„Ég hef alltaf verið að huga að mataræði mínu og hvað ég læt ofan í mig. Hugmyndafræðin á bak við DONE er byggð á því að hvetja fólk „Ég hef alltaf verið að huga að mataræði mínu og hvað ég læt ofan í mig. Hugmyndafræðin á bak við DONE er byggð á því að hvetja fólk til þess að klára það sem það byrjar á og skapa góða tilfinningu fyrir sínum árangri.“

mbl.is/Hákon Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál