Svona hugsar ríka fólkið

Vivian Tu gerði það gott á Wall Street.
Vivian Tu gerði það gott á Wall Street. Skjáskot/Instagram

Vivian Tu er verðbréfamiðlari sem starfaði lengi vel á Wall Street. Nú einbeitir hún sér að kennslu og heldur úti hlaðvarpi um fjármál. Hún segir að ríkt fólk hugsi öðruvísi en aðrir.

„Ég kunni ekki alltaf að fara vel með peninga. Ég þurfti að læra það. Ég ólst upp hjá kínverskum foreldrum mínum sem voru innflytjendur. Þau voru ástrík en mjög sparsöm og lifðu naumt. Við klipptum út tilboðsmiða úr blöðum og endurnýttum alla plastpoka,“ segir Tu í pistli sínum á CNBC.

„Það var ekki fyrr en ég fékk vinnu á Wall Street sem ég sá að þau sem voru mjög efnuð voru minna spennt fyrir að nurla saman aurum og spara. Þau einbeittu sér alfarið að því að ávaxta peningana sína.“

„Með því að fylgjast með hegðun þeirra og tileinka mér hugsunarhátt þeirra náði ég að eignast mína fyrstu milljón í kringum 27 ára aldurinn.“

1. Ekki reyna að ganga í augun á fólki

Ríkt fólk kaupir sér eignir sem hækka í verði eða skilar þeim tekjum en ekki hluti sem falla í verði. Í stað þess að kaupa sér rándýran bíl þá kaupa þau sér fasteign og leigja hana út. Þeim er sama hvað þér finnst um þau því þau fara hlæjandi í bankann með allar leigutekjurnar.

2. Forðastu skorthugsun

Það eru svo margir sem eru stöðugt að hugsa um skort. Að finnast þeir eiga aldrei nóg og halda í hverja krónu. Ríkt fólk hugsar um velmegun. Þeir vita að þeir geta borgað reikningana og eru því ekki áhyggjufullir. Þetta færir þeim frelsi til þess að ákveða hvernig þeir verja tíma sínum frekar en að einblína á það hvernig þau lifa af.

3. Hugsaðu til langs tíma

Ríkt fólk veit að góðir hlutir gerast hægt. Það er þolinmótt. Það leggur til hliðar pening fyrir elliárunum og horfir á hann ávaxtast.

4. Deildu góðum ráðum

Ríkt fólk elskar að vera álitið gáfaðasta manneskjan í herberginu. Manneskjan með besta smekkinn og veit hvar allt það besta fæst. Þeir segja hluti á borð við:
„Ég veit um frábæran endurskoðanda - þú ættir að vinna með honum.“
„Ég veit um besta veitingastaðinn - prófaðu þennan rétt.“
„Ríkt fólk skilur að þegar þeir gefa af sér þá fá þeir yfirleitt eitthvað í staðinn. Fólk verður líklegra til þess að deila sinni vitneskju um hitt og þetta sem gæti komið að gagni. Þetta er í vissum skilningi gjaldmiðill og ástæða þess að ríkt fólk elskar að koma sínu fólki að í valdamiklar stöður. Þeir hugsa að fyrst þeir passi ekki í starfið en vinur þeirra henti vel í það þá mun hann skulda greiða á móti. Þannig eiga þeir einnig auðvelda aðkomu að þessum tiltekna geira atvinnulífsins.“ 

„Jú, þeir vilja sjá vini sína ná langt í lífinu en þeir eru samt líka að hugsa um næsta leik á taflborðinu.“


Vivian Tu sem gestur í bandarískum fréttaþætti.
Vivian Tu sem gestur í bandarískum fréttaþætti. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda