Ási ákvað að nú væri rétti tíminn

Ásgrímur Geir Logason eða Ási er með hlaðvarpsþáttinn Betri helmingurinn.
Ásgrímur Geir Logason eða Ási er með hlaðvarpsþáttinn Betri helmingurinn. Ljósmynd/Aðsend

Ásgrímur Geir Logason stendur í ströngu á árinu en hann stefnir á að útskrifast sem hársnyrtir. Ási eins og Ásgrímur er kallaður er fyrir lærður leikari og margir þekkja hann einnig sem Ása í hlaðvarpsþáttunum Betri helmingnum.

„Ég var lengi með augastað á náminu og ákvað að nú væri rétti tíminn og ég gæti gert þetta með öðru sem ég er að vinna fast við,“ segir Ási sem sinnir einnig leiklistarkennslu og leikstýrir auk þess að sinna hlaðvarpsþættinum. „Ég hugsaði þetta alveg þegar ég var að klára grunnskólann. Svo fór ég er í Verzló, það var listamenningin þar og félagslífið sem togaði.“

Hvað hefur komið þér á óvart í náminu?

„Þegar ég byrjaði ætlaði ég bara að einbeita mér að því að klippa herra en svo finnst mér ótrúlega gaman að klippa stelpur. Þannig nú er bara allt opið. Svo kom mér líka á óvart hvað þetta átti vel við mig.“

Ási að klippa vin sinn.
Ási að klippa vin sinn.

Ertu skipulagður?

„Ég myndi segja að ég væri skipulagður í óskipulaginu.“

Hvaða hlutir er ómissandi?

„Kaffibollinn á morgnana er ómissandi. Ef það er svart kaffi þá er ég klár. Í vinnunni eru það skærin, þau virka bæði á karlana og konurnar.“

Stundar þú líkamsrækt?

„Já, ég stunda líkamsrækt. Ég var lengi vel í bootcamp en núna er ég duglegur að fara í ræktina og lyfta. Ég fer að meðaltali fimm sinnum í viku. Maður að verður að búa til tíma fyrir þetta, það er rosa mikilvægt.“

Ási lyftir reglulega.
Ási lyftir reglulega.

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ég borða yfirleitt ekki fyrir en í hádeginu. Sem barn var ég aldrei svangur á morgnana og svo fylgdi það mér inn í fullorðinsárin. Þegar ég gat valið það sjálfur að sleppa morgunmatnum var ég fljótur að gera það.“

Áttu uppáhaldsflík?

„Það eru kósíbuxurnar frá Nike sem ég fer í þegar ég kem heim.“

Ási er fljótur að skipta yfir í góðar Nike-buxur.
Ási er fljótur að skipta yfir í góðar Nike-buxur.

Hvað er uppáhaldsborgin þín og af hverju?

„Ég ætla að segja Róm – hún er sturluð. Ég hef komið þangað einu sinni og þarf að fara oftar. Það er maturinn, menningin og byggingarnar, það er svo margt.“

Það jafnast ekkert á við Róm.
Það jafnast ekkert á við Róm.

Hvert færir þú í ferðalag ef peningar væru ekki fyrirstaða?

„Ég færi til Afríku í safarí með alla fjölskylduna.“

Það væri daumur að fara í safaríferð.
Það væri daumur að fara í safaríferð. Ljósmynd/Unslpash.com/redcharlie

Hvaða hlaðvarp ertu að hlusta á?

„Ég hlusta mest á Dr. Football. Ég horfi á fótbolta en er ekki mikill spilari. Ég held með Manchester United og Breiðabliki.“

Ási hlustar á hlaðvarpið Dr. Football.
Ási hlustar á hlaðvarpið Dr. Football.

Ertu að horfa á einhverja skemmtilega sjónvarpsþætti?

„Síðustu þættirnir sem ég horfði á eru raunveruleikaþættirnir The Traitors. Þetta er morðráðgátuþættir á stöð 2 plús.“

Hefurðu tíma til að lesa bækur með vinnu og námi?

„Ég hef ekki mikið verið að lesa bækur en ég datt inn í seríuna um Erlend eftir Arnald Indriðason fyrir um ári og las þær allar. Það er svona í fyrsta skipti sem ég las mér til skemmtunar. Ég varð alveg húkt. Ég byrjaði á Storytel en þar voru bara fyrstu tvær bækurnar þannig að ég þurfti að klára að lesa allar bækurnar, þær eru alveg 14. Það var ágætis þolraun.“

Hvað gerir þú til þess að slaka á?

„Ég sest í sófann eða horfi á mynd eða sjónvarpsþætti.“

Hvað ætlarðu að gera spennandi árið 2024?

„Ég ætla að útskrifast úr skólanum og ná mér í sveinspróf,“ segir Ási.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda