Laufey prýðir forsíðu Billboard

Laufey Lín á Golden Globe verðlaunahátíðinni.
Laufey Lín á Golden Globe verðlaunahátíðinni. AMY SUSSMAN

Laufey Lín Jónsdóttir, söngkona og lagahöfundur, prýðir forsíðuna á nýjasta hefti stafrænnar útgáfu Billboard, eins þekktasta tónlistartímarits í heimi. Djasssöngkonan ræðir meðal annars um uppruna sinn og tónlistaráhrif í viðtali við blaðamann tímaritsins.

Hin 24 ára gamla Laufey er og hefur verið á sannkallaðri sigurför um heiminn. Unga söngkonan var nýverið tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki hefðbundinna poppplatna (e. Traditional Pop Vocal Album), hún er sá íslenski tónlistarmaður sem hefur átt flest streymi á tónlistarveitunni Spotify og var meðal þeirra sem gekk rauða dregilinn á Golden Globe verðlaunahátíðinni á sunnudag í Los Angeles.

Ólst upp á tónelsku heimili

Laufey sagði aðeins frá fjölskyldu sinni og að hún hafi alist upp á mjög tónelsku heimili, en móðir hennar er fiðluleikari og afi hennar og amma voru bæði fiðlu- og píanókennarar. Hún sagði heimili hennar hafa verið ævintýralegan stað þar sem tónlist hafi borist úr öllum hornum. Það er þó íslenskum föður Laufeyjar að þakka að hún uppgötvaði djassinn, sem leiddi hana í frekara tónlistarnám við hinn virta Berklee College of Music í Boston. 

„Tónlistin mín er ekki beint djass heldur fæ ég mikinn innblástur frá honum og einnig klassískri tónlist. Ég vil kynna ungt fólk fyrir djassi og klassískri tónlist, það er stefna mín sem tónlistarkona," sagði Laufey við blaðamann Billboard. 

Vill heyra lög sín í kvikmyndum

Laufey er mikill aðdáandi Noruh Jones, Söru Bareilles, Harry Connick Jr. og Jon Batiste, sem öll hafa gert það gott í bæði tónlistar- og leiklistarheiminum. Blaðamaður forvitnaðist því hvort Laufey sæi fyrir sér að semja tónlist fyrir kvikmyndir. „Draumurinn væri að semja nýjasta James Bond-þemað,“ sagði söngkonan, sem ætlar sér að gera allt til að láta þann draum rætast.

View this post on Instagram

A post shared by billboard (@billboard)

View this post on Instagram

A post shared by billboard (@billboard)

View this post on Instagram

A post shared by billboard (@billboard)

View this post on Instagram

A post shared by billboard (@billboard)





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda