Laufey prýðir forsíðu Billboard

Laufey Lín á Golden Globe verðlaunahátíðinni.
Laufey Lín á Golden Globe verðlaunahátíðinni. AMY SUSSMAN

Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir, söng­kona og laga­höf­und­ur, prýðir forsíðuna á nýj­asta hefti sta­f­rænn­ar út­gáfu Bill­bo­ard, eins þekkt­asta tón­list­ar­tíma­rits í heimi. Djass­söng­kon­an ræðir meðal ann­ars um upp­runa sinn og tón­listaráhrif í viðtali við blaðamann tíma­rits­ins.

Hin 24 ára gamla Lauf­ey er og hef­ur verið á sann­kallaðri sig­ur­för um heim­inn. Unga söng­kon­an var ný­verið til­nefnd til Grammy-verðlauna í flokki hefðbund­inna poppp­latna (e. Tra­diti­onal Pop Vocal Alb­um), hún er sá ís­lenski tón­list­armaður sem hef­ur átt flest streymi á tón­list­ar­veit­unni Spotify og var meðal þeirra sem gekk rauða dreg­il­inn á Gold­en Globe verðlauna­hátíðinni á sunnu­dag í Los Ang­eles.

Ólst upp á tón­elsku heim­ili

Lauf­ey sagði aðeins frá fjöl­skyldu sinni og að hún hafi al­ist upp á mjög tón­elsku heim­ili, en móðir henn­ar er fiðluleik­ari og afi henn­ar og amma voru bæði fiðlu- og pí­anó­kenn­ar­ar. Hún sagði heim­ili henn­ar hafa verið æv­in­týra­leg­an stað þar sem tónlist hafi borist úr öll­um horn­um. Það er þó ís­lensk­um föður Lauf­eyj­ar að þakka að hún upp­götvaði djass­inn, sem leiddi hana í frek­ara tón­list­ar­nám við hinn virta Berk­lee Col­l­e­ge of Music í Bost­on. 

„Tón­list­in mín er ekki beint djass held­ur fæ ég mik­inn inn­blást­ur frá hon­um og einnig klass­ískri tónlist. Ég vil kynna ungt fólk fyr­ir djassi og klass­ískri tónlist, það er stefna mín sem tón­list­ar­kona," sagði Lauf­ey við blaðamann Bill­bo­ard. 

Vill heyra lög sín í kvik­mynd­um

Lauf­ey er mik­ill aðdá­andi Noruh Jo­nes, Söru Bareil­les, Harry Connick Jr. og Jon Batiste, sem öll hafa gert það gott í bæði tón­list­ar- og leik­list­ar­heim­in­um. Blaðamaður for­vitnaðist því hvort Lauf­ey sæi fyr­ir sér að semja tónlist fyr­ir kvik­mynd­ir. „Draum­ur­inn væri að semja nýj­asta James Bond-þemað,“ sagði söng­kon­an, sem ætl­ar sér að gera allt til að láta þann draum ræt­ast.

View this post on In­sta­gram

A post shared by bill­bo­ard (@bill­bo­ard)

View this post on In­sta­gram

A post shared by bill­bo­ard (@bill­bo­ard)

View this post on In­sta­gram

A post shared by bill­bo­ard (@bill­bo­ard)

View this post on In­sta­gram

A post shared by bill­bo­ard (@bill­bo­ard)





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda